Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 130
130
einka meðalið. fessir menn athugi, að hinar miklu
bækur, sem allar aðrar eru eptirrit af, náttúran, op-
inberunin, mannleg sál og mannlegt lif, þær liggja ó-
keypis opnar fyrir allra augum. Hinar miklu uppsprett-
ur vizkunnar eru reynsla og eptirtekt; og þær eru
engum lokaðar. Að hafa opin augun og festa þau á
því, sem fram fer fyrir utan oss og í oss, er hið nyt-
samasta nám. Bækur eru einkum nytsamar fyrir því,
að þær hjálpa oss til að þýða það, sem vér sjáum
og reynum. fegar þær hertaka hug og hjarta
manna, eins og þær á stundum gjöra, og snúa þeim
frá skoðun náttúru og lífs, geta þær af sér hálærða
heimsku, sem ekki væri nema helber skaði að fá í
skiptum fyrir venjulega vinnumannsgreind. f>að er
mjög svo athugavert, að hinir mestu menn hafa alizt
upp án þeirra námsgreina, sem nú á dögum þykja
mörgum nauðsynlegar til menntunar. Hómer, Plató,
Demosþenes heyrðu ekki nefnda efnafræði og vissu
minna um sólkerfið en drengur f alþýðuskólum vorum.
Ekki er þar með sagt, að þessar greinir séu óveru-
legar, heldur er sannleikurinn sá, að mannsins fram-
farir skortir aldrei meðölin, þar sem ásetningurinn býr
djúpur og alvarlegur í sálunni.
Ásetningur vor að mennta sjálfa oss, hann er
lífið og sálin í allri vorri framfara viðleitni. Eg endur-
tek þessa meginsetning sakir hennar miklu þýðingar;
og eg vil bæta við athugasemd til þess að varna mis-
skilningi. J>egar eg tala um sjálfsmenntunar ásetning,
meina eg, að hann eigi að vera einlægur. Með öðrum
orðum: Vér verðum að gjöra sjálfsmenntun í verki og
sannleika að endimarki voru, eða útvelja hana sakir
hennar sjálfrar, og ekki einungis eins og meðal eða
verkfæri til annars. Og hér kem eg við almenna og
mjög háskalega villu. Ekki fáir girnast að taka sér