Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Qupperneq 139
139
ur hin fjörlausa spekt í eðlisfari voru og framferði.
Vor mesti háski stendur ekki af stórglæpamönnum,
sem vera kunna nálægt oss, heldur af hinum heims-
lega, hugsunarsljófa fjölda, sem lætur berast með
straumnum af áhrifum utan að, og fleytir oss ásamt
með sér. Enda hágáfaðir menn geta haft skaðvæn
áhrif á oss, þegar þeir beygja oss til blindrar hlýðni
og drepa niður voru andlega tápi. Hin mikla nyt-
semi vorrar umgengni við aðra menn er sú, að þeir
vekja sálir vorar, glæða lyst vora og löngun eptir
sannleikanum, og færa hugsanir vorar út yfir þeirra
gömlu farvegu. Vér þurfum að hafa samneyti við
djúpsæja vitmenn til þess að gjöra oss djúpsæja sjálfa.
Einhver hin æzta list sjálfsmenntunarinnar er það, að
sameina barnslega námfýsi, sem þiggur þakknæmilega
af hverjum manni það ljósskar, sem hann getur boðið,
við festu hins fullorðna gagnvart skoðunarháttum,
hversu almennir sem eru, og gagnvart áhrifum, hversu
mikils metin sem vera kunna, ef nákvæm íhug-
un vor ekki getur fallizt á þau. þ>ér eigið vissulega
að styrkja yðar skynsemi bæði þolinmóðlega og sam-
vizkusamlega á mannviti annara, en þér megið ekki
leggja hana flata fyrir þá. Einkum ef upp sprettur
innra með yður einhver skoðun um guð eða tilver-
una, einhver sú tilfinning eða sálarlöngun, sem yður
finnst æðra eðlis en það, sem drottnar umhverfis yður,
athugið það með lotningu, rannsakið það alvarlega,
hátíðlega. Hlaupið ekki eptir því í blindni, það mætti
vera sjónhverfing; en það mætti og vera, að guðdóm-
urinn hreyfðist í sál yðar, ný opinberun, ekki yfirnátt-
úrleg, en þó hin dýrmætasta, um sannleik og dyggð;
og ef svo reynist við eptirgrenslan, látið þá ekki nein
óp eða hróp nje vinabrigði telja yður hughvarf. Ver-
ið trúir yðar helgustu sannfæringu. Bendingar vorrar
eigin sálar um eitthvað fullkomnara en aðrir kenna