Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Qupperneq 154
154
ógurleg uppskerulaun i öðru lifi nema hann iðrist
synda sinna.
Eitt mikilsvert atriði er eptir. Hið mikla sjálfs-
menntunarmeðal kristindómurinn er enn ótekið fram,
og hans mikilleiki bannar mér að nálgast hann á þess-
ari stundu. J>að eina vil eg segja, að ef þér iðkið
lestur kristindómsins eptir uppruna hans en ekki ept-
ir manna kreddum, ef þér íhugið hans ljósu opinber-
anir um guð, hans lífsælu fyrirheit um fyrirgefningu
og sálarstyrk, hans samhljóðan við mannsins skynsemi,
meðvitund og beztu tilfinningar, og hversu hann er
lagaður eptir mannsins þörf, raunum, hjartasorg og
hræðslu, ef þér íhugið afl hans sannana, heilagleik
hans boðorða, hina guðdómlegu tignarhæð hans höf-
undar, og þann ódauðleika, sem hann opnar fyrir yð-
ar sjón, — þá munuð þér finna yður knúða til að
heilsa honum fagnandi, hrærðir til þakklætis, svo sem
frambjóðandi það fulltingi og þær hvatir til sjálfs-
menntunar, sem ekki væri til neins að leita i öllum
öðrum meðölum til samans.
Eg hefi þannig fram sett fáein sjálfsmenntunar-
meðöl. f>au atriði, sem eg hefi um rætt, vona eg að
muni minna þá, sem hafa heiðrað mig með athygli
sinni, á önnur fleiri, og kveikja þann áhuga, sem nær
lengra en þessi líðandi stund. Sannleikans vegna. hlýt
eg þó að gjöra eina athugasemd. Eg vil ekki vekja
upp neinar óskynsamlegar vonir. Og verð eg þá að
segja, að þótt meðöl þau, sem eg hefi mælt með,
muni ríkulega launa ómakið hverjum manni, á hvaða
aldri sem er, ef hann notar þau dyggilega, þá munu
þau þó ekki hrífa fullkomlega né sem heppilegast,
nema þar, sem gott uppeldi hins unga hefur undirbúið
sál hans undir sfðari framfarir. þ>eir, sem vanræktir
hafa verið í æsku, geta að vísu tekið á móti framför-
um á fullorðins aldri, en trauðlega geta þeir bætt sér