Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 164
164
En sumir munu segja svo: „Látum nú svo vera,
að verkmannastéttin geti haft nokkurn frítíma afgangs;
ætti þá ekki að lofa þeim að njóta hans sér til endur-
næringar? Er það ekki harðneskjulegt að stefna þeim
frá líkamlegu erfiði til andlegs erfiðis? þ>eir hafa unn-
ið til ánægjusemda með striti dagsins, og ættu því
þeirra að njóta“. Jú, látum þá njóta ánægjusemda.
Fjarri sé mér að vilja þurka upp þær uppsprettur,
vilja svíða þá grasbletti, þar sem þeir hressa sig eptir
þunga dagsins. En hitt kenni eg, að sjálfsmenntunin
margfaldi unaðsemdir þeirra, að hún skapi nýjan og
betri unaðsemda smekk, að hún varðveiti tómstundir
þeirra frá því að verða, eins og svo mjög hættir við,
leiðinlegar og þreytandi, að hún varðveiti þá frá að
hlaupa eptir þeim æsingarmeðölum, sem eyðileggja
sál og líkama. Einhver hin helzta nytsemi sjálfsefling-
arinnar er sú, að hún upphefur menn yfir óstjórnar-
nautn dýranna og kennir að njóta unaðsemda, sem
mönnum sæma. J>ótt hin andlega menntun lands vors
sé enn þá fjarri fullkomnun sinni, er henni að þakka
sú hin mikla ánægja, sem körlum, konum og börnum
allra stétta er nú auðið að njóta af bókunum, en þá
nautn þekktu menn ekki á fyrri öldum. Á þessu
augnabliki sitja ótal, gáfumenn við að semja fræðandi
skemtibækur. Walter Scott, einhver hinn frægasti
maður á sinni tíð, jós upp fyrir menn af brunni sinna
ótæmandi hugsmíða svo dillandi, svo töfrandi unaðar-
straumum, að bækur hans eru orðnar eitt meginyndi
allra siðaðra þjóða. Hve margar millíónir hafa sökkt
sér niður í sögur hans! Hve margar raunamæddar
sálir hefur hann látið gleyma sorgum og áhyggjum!
Hve mikill fjöldi manna á hans töfrandi snildarritum
að þakka skemtilega kvöldstund og góða værð eptir
erfiði dagsins! Og skáldskaparsögur veita ekki ein-
ungis skemtun. Að sama skapi sem sálin mentast