Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 172
172
um vera án þess. Saltskattur hefir verið nær því í
hverju landi; er hann einn með hinum fyrstu sköttum,
sem fjárlagasagan getur um. Hefir hann opt verið
meðal til þess, að kúga fé út af alþýðu. þ>að er næst-
um hryllilegt, að heyra sögu saltskattsins á Frakk-
landi; þar var hann fyrst leiddur 1 lög 1342 af Filipp
6. af Valois-ætt. Skatturinn var opt óbærilega hár,
svo að fólk varð að spara saltið við sig; og fór salt-
nautnin nokkuð eptir því, hvort skatturinn hækkaði
eða lækkaði. Stundum var hún allt að 20 pd. á mann,
að meðaltali um árið, en aldrei minni en 7 pd., hversu
hár sem skatturinn var. þegar skatturinn sté sem hæst,
hafði hann mikla siðaspillingu í för með sér. Salt-
þjófnaður og svik gengu úr hófi. Lögin voru líka svo
heimskulega hörð, að skipað var t. d. hvert ár, að
ónýta það salt, sem smátt og smátt myndaðist í ýms-
um stöðum, svo ekki væri hægt að brúka það, heldur
væru menn neyddir til að kaupa saltið, svo skatturinn
af því yrði sem hæstur. Bannað var að brúka sjóvatn,
eða vatn úr söltum uppsprettum; bannað að reka
skepnur á saltmikla staði, eða brynna þeim úr sjó. Væri
brotið á móti þessu, lá við hegning og miklar fébætur.
Og þess konar bannanir og skipanir voru svo hundr-
uðum skipti. Margir fátækir menn neyddust því til
að selja skepnur sínar i stað þess að slátra þeim, af
því þeir gátu ekki keypt þetta dýra salt, til að salta
kjötið. 1781 segir Necker, franskur fjármálaráðgjafi,
að árlega væri refsað á Frakklandi hér um bil
3500 manns fyrir saltþjófnað og svik; þar af börnum
201. Um 300 manna voruárlega dæmdir til að vinna
á galeiðunum fyrir saltsvik, og var það % af öllum
þeim, sem dæmdir voru til að vinna á þeim. Dómur-
inn var 9 ára galeiðuvinna og nokkrar fébætur, en
væri ekki hægt að greiða þær, var hegningin lengd um
3 ár. Á Englandi komst þó skatturinn enn hærra um