Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 173
173
tíma, en áFrakklandi. 1805 var hann um 13,65 kr. á
hvert bushel (rúmar tvær skeppur); en hið eiginlega
verð á einu bushel salts var 45,5 aurar og því ekki
nema V30 verði saltsins. Eptir þessu hefir ein tunna
salts kostað um 53,73 krónur.
Ríkissjóðirnir höfðu fjarska miklar tekjur af salt-
skattinum, en allt fyrir það fundu menn stöðugt betur
og betur, að hann var til stórskaða fyrir þjóðirnar og
óeðlilegur. Skatturinn var því smátt og smátt lækk-
aður eða numinn úr gildi. Englendingar, sem hafa
orð á sér fyrir að vera manna hagsýnastir, urðu fyrst-
ir til að af nema saltskattinn 1825, og þess hafa þeir
aldrei iðrazt, þótt rikissjóður þeirra missti árlega við
það um 32379600 krónur.
í ýmsum fæðutegundum er dálítið af salti; þó er
vanalega meira af því í dýrafæðu en jurtafæðu. En
þótt ögn sé af salti í ýmsri fæðu, þá er samt álitið, að
maðurinn þurfi þar að auki að meðaltali yfir árið
15,5 pd. af salti; og er það hið eina steinefni, sem
vér látum í fæðu vora. Maður, sem vegur 150 pd.,
hefir í líkama sínum 1 pd. af salti. þ>ar á móti lifir
kvikfénaður vor eingöngu á jurtafæðu, og þarfnast því
fremur salts en vér. Hér á landi er þó skepnum víða
ekkert salt gefið, en sumstaðar er það aptur gefið of
mikið; þetta getur hvorttveggja valdið stórskaða. Yér
skulum því athuga gildi saltsins sem næringarefnis
fyrir kvikfénað vorn, og hvaða verkanir það hefir á
líffæri hans.
En áður þurfum vér að gá að, af hverjum efnum
skepnurnar eru samsettar, því að eptir því fara þarfir
þeirra. Hér er þó ekki hægt að taka það nákvæm-
lega; því líkaminn er saman settur af svo mörgum
frumefnum, í ýmsum samböndum og ýmsum myndum.
Fræðin um hringferð efnanna er bæði merkileg og
skemmtileg. Áburðurinn er fluttur á túnin; þar sam-