Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 178
178
611 sykurefni og mjölefni verða að breytast í þrúgu-
sykur, til þess að geta orðið líkamanum að notum.
En af því að saltið örfar vökvaleiðslu líkamans og
næringarefnanna, þá verða öll efnaskipti hans fljótari
og örari, og er það mjög nauðsynlegt fyrir skepnur,
sem eiga eitthvað að framleiða. Saltið gjörir fóðrið
ljúffengara, skepnurnar neyta þess með meiri ánægju
og rósemi, og verður því betra af fóðrinu, en annars
hefði orðið. En eptir þvi sem fóðrið er lystugra, fást
skepnurnar til að neyta meiru af því; en áríðandi er,
að þær geti etið og melt sem mest fóður, eigi þær
að veita einhverjar afurðir. Eigi t. d. mjólkurkýrin
að gera vel gott gagn, er nauðsynlegt, að hún hafi
salt; hún etur þá meira og drekkur meira vatn. f>etta
styður að því, að setja næringarvökvana og hringferð
eggjahvítuefnanna í líkamanum í fljótari hreifingar,
en við það eykst mjólkurvöxturinn. J>ó áhrifin, sem
saltið gjörir, sjáist ekki strax á því, að kýrin mjólki
betur, þá sjást þau á útliti hennar og háralagi; og
einkum á því að hún heldur betur á sér, sem oft
kemur sér mjög vel, einkum um kálflausar kýr. þ>ess
má líka geta, að í kúamjólk og sauðamjólk er af:
salti . . -....................................0,0 33%
natron ...........................................0,049%
klórkalium.......................................0,099%.
Langt er og síðan, að því var veitt eptirtekt, að salt
yki mjólkurvöxt, því hið rómverska skáld, Virgilíus,
sem dó 19 f. Kr., getur þess í kviðlingum sínum.
Einnig er talið, að kálfar undan kúm, sem hefir
verið gefið salt, séu sterkbyggðari.
Margir telja einnig, að salt geti varnað ýmsum
sjúkdómum, þó sér í lagi ormaveiki. Hér á landi hafa
skynsamir og eptirtektagóðir menn þótzt komast að
raun um, að saltgjafir veittu nokkura vörn á móti
bráðafári og steinsótt; og mælir margt með, að þetta