Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 191
191
lokum vil eg geta þess, að eg hefi fyrir löngu byrjað þess-
ar rannsóknir, því 10. maí 1812 hélt eg fyrirlestur um hið
sama efni fyrir þessu háttvirta félagi«. Veturinn 1883 var
óvanalega harður á Frakklandi; einn af kunningjum
Chevreuls heimsótti hann þá, og spurði meðal annars, hvort
hann myndi nokkurn vetur harðari. ».Jú! veturinn 1793 er
mér minnistæður; hann er sá harðasti, sem eg hefi lifað«.
Sami maðurinn spurði þá, hvort hann hefði séð sjónleik
nokkurn, sem þá var verið að leika og mikið var látið af.
»Nei« svaraði Chevreul; »síðan Talma dó, hefi eg aldrei kom-
ið í neitt leikhús1#.
M. E. Chevreul fæddist í Angers 31. ág. 1786; faðir
hans var læknir og varð fjörgamall; í læknaritinu »Lancet«
er talið að hann hafi orðið 110 ára. Michel Chevreul fór
17 ára gamall til Parísar, og var þá þegar orðinn svo fær
í efnafræði, að hann varð forstjóri fyrir kemiskri verksmiðju;
1810 varð hann aðstoðarmaður Vauquelin's (f. 1763, d. 1830),
er þá var frægastur efnafræðingur á Frakklandi, og litlu síð-
ar háskólakennari, tók svo við hverju embættinu af öðru,
og komst æ hærra og hærra í virðingu og metorðum. Chevreul
hefir gert ótal uppgötvanir, er snerta efnafræði og hagnýting
hennar; hann rannsakaði fyrstur manna nákvæmlega fitu-
efnin og gaf ljósa hugmynd um samsetning þeirra og breyt-
ingar; af rannsóknum hans leiddi meðal annars, að menn
lærðu að búa til stearín-kerti (sbr. Iðunn III bls. 142). Árið
1823 gaf Chevreul út bók um þessar rannsóknir sínar, og hlaut
12000 franka verðlaun fyrir, því rannsóknir hans þóttu fyr-
irmynd. Annað hið helzta, er Chevreul hefir fengizt við,
er að rannsaka alls konar litarefni; hefir hann gefið út
margar bækur um þær rannsóknir, og hafa þær orðið til
stórkostlegra framfara við alls konar litun og annan verknað,
er það snertir. Chevreul hefir auk þess ritað margar bæk-
ur um almenna efnafræði og eðlisfræði, t. d. stóra bók um
1) FranQois Jos. Talma (f. 1763, d. 1826) var einhver hinn bezti
leikari, sem til hefir verið, og var í miklu yfirlæti hjá Napoleon I.