Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 127
127
hann (bls. 240) kaupi riddara fyrir of fjár til að verja
landið fyrir þýzkum kaupmönnum.
„Á íslandi eru slík ógrynni af söltuðu smjeri, vegna
fjárfj öldans og hagagæðanna, að ker og tunnur hrökk va
ekki undir það; eru þá búnar til kistur eða skrinur
úr ylmanda trje, 30 eða 40 fet á lengd, en 4 eða 5
á hæð, og eru þær víða fylltar á ári hverju. Smjer-
ið er annaðhvort haft til neyzlu á heimilunum eða
fengið kaupmönnum fyrir aðrar vörur. feir löðra
þurkaða fiska í þessu smjeri, og hafa opt f brauðs
stað1 2; eru þeir því nefndir Ichthyophagi (fiskætur)112.
Einkum annálar höf., hvílík ósköp og skelfing sjeu
af smjeri og smjerskrínum í Helgafellsklaustri, enda
sje það, og dómkirkjurnar í Skálholti og á Hólum,
byggt (fundatum) á hörðum fiski og smjeri, því það
sjeu þeir dýrmætustu fjársjóðir (íslendinga). íslend-
ingar eru heilsugóðir, þægilegir og frjálslegir. J>eir
lifa lengi, jafnvel yfir 100 ár, meðalalaust. Lítið
þarf til að æsa þá til vopna og styrjalda, enda eiga
þeir opt í grimmilegum ófriði og hafa allt á tak-
teinum, bæði til fótgönguleiðangurs og riddaraleið-
angurs, hvað sem upp á kann að koma. (Bls. 733).
f>essi íslandslýsing er undarlegt sambland af sönnu
og ósönnu, eins og öll bókin, og sumt er ekki eins fjar-
stætt, eins og sumum virðist ef til vill í fljótu bragði.
f»að sem hann segir t. d. um bardaga milli kaup-
1) J>að gengur gegn um helminginn eða meira af öllum
ferðabókum um ísland fram á okkar daga, að íslendingar hafi
harðan fisk í brauðs stað. Hún er jafnvel hjá dr. Schweitzer í
Island, Land und Leute. 1885. Bls. 18, og þó er hann að jafn-
aði mjög rjettorður um íslendinga. „Og þú líka, Brútus !u
megum vjer segja.
2) Um Ichthyophaga er þegar getið í Hauksbók (Nokkur
blöð úr Hauksbók, Rkv. 1865), bls. 25, og vísað í Isidorus
Hispalensis (+ 365), bls. 1.