Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 222
222
að halda hann lengur, og ljet hann burtu fara (Lár.
s. : Bisk. I., 824.). Asamt Jóni biskupi Halldórs-
syni í Skálholti var Iþorlákur ábóti kjörinn af erki-
biskupi (1326) til að dæma Möðruvallamál, eða koma
sáttum á milli Lárentiusar biskups og bræðra á
Möðruvöllum ; áttu þeir þá fund með þeim biskupi
og bræðrum á Möðruvöllum, og komust samningar
á milli þeirra. Síðan var þeim veizla gjör á Möðru-
völlum, og síðan á Hólum hjá biskupi. Eigi varð
þó málinu lokið í það sinn, og áttu þeir Jón biskup
og J>orlákur ábóti aðra stefnu með þeim Möðru-
vallaklausturs bræðrum og Lárentiusi biskupi árið
eptir á Möðruvöllum. 1342 kom upp sundurþykkja
með f>orláki ábóta og munkum þeim, er hann var
yfir skipaður; kvað svo rammt að því, að ábóti varð
að flýja frá J>ykkvabæ; ætlaði hann þá utan um
sumarið, en því varð eigi framgengt; fór hann þá
til Viðeyjar, að ráði Sigmundar officialis, og dvald-
ist þar um hríð. 1343 var Jón Sigurðsson vígður til
biskups í Skálholti, og kom út austur í Reyðarfirði.
Og er hann fór austan, tók hann fasta þrjá bræður
frá fykkvabæ, er barið höfðu á |>orláki ábóta sín-
um og hrakið hann brott; urðu þeir og berir að
saurlífi, en sumir að barneignum. J>eir hjetu E)>-
steinn, Magnús og Arngrímur. Eysteinn Asgríms-
son var vel menntur maður og skáld hið bezta, og
er frægur mjög fyrir kvæði það, er hann orti, og
L i 1 j a heitir, er svo þótti ágætt, að það var haft
að orðtaki, að „öll skáld vildu Lilju kveðið hafa“,
og var „Lilja“ í svo miklum metum, að sumir lásu
hana upp hátt daglega, og sumir einu sinni á viku
hverri, og var talin nær heilagt kvæði (Hist eccl.
II., 365.). Eysteinn fór utan 1355, en var 1357 á-
samt Eyjólfi Brandssyni, kórsbróður, sendur til ís-
lands af Ólafi erkibiskupi, og voru þeir skipaðir vi-