Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 78
]90
lækni. Með lögum 15. október 1875 var landinu
skipt í 20 læknishjeruð og hefur alþingi síðan sett
á stofn 6 aukalæknishjeruð og eru öll þessi hjeruð
skipuð læknum. Af þeim 26 læknum, sem nú eru
hjer á landi, hafa allir tekið læknispróf hjer álandiað
4 undanskildum, G. Schierbeck, J. Jónassen, T. Hall-
grímssyni og þorgrími Johnsen.
Embættislaun íslenzkra lækna.
1. Landlœknar.
Laun hins fyrsta landlæknis voru 300 ríkisdalir
árlega auk leigulausrar bújarðar og húsnæðis, og
sömu laun hatði næsti landlæknir; þegar landlækni
Klog var veitt embættið, var bætt við hann 300
ríkisdölum, og hafði hann þannig 600 ríkisdali i árs-
laun auk bújarðar og húsnæðis; Jón landlæknir þ>or-
steinsson fjekk í árslaun 600 rdl., og þegar hann
flutti frá Nesi fjekk hann 150 rdl. í húsaleigustyrk
og 300 rdl. launaviðbót eða samtals 1050 ríkisdali.
Á þessum launum landlæknis varð engin breyting
fyrr en 1863, þá var 300 rdl. bætt við og hafði
landlæknir þá í laun 1350 rdl. Jafnframt hækkuðu
laun landlæknis um 100 rdl. 3. hvert ár, unz þau
yrðu 1400 rdl. auk húsaleigustyrksins eða alls 1550
rdl. og ennfremur fjekk hann uppbót eptir korn-
verði, sem nam um 200 rdi. árlega, stundum nokk-
uð meira. Með lögum um stofnun læknaskóla 11.
febr. 1876 voru laun landlæknis, er jafnframtskyldi
vera forstöðumaður læknaskólans, ákveðin 4800 krón-
ur, en þau voru aptur sett niður i 4000 krónur með
lögum 8. nóv. 1883.