Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 7
7
semja bókmentasöguna, hafði jeg engu að síður
ekki leyft neinni skoðun að festa rót í huga mjer.
Jeg var alveg óháður og raín einasta og fysta
hugsun var sú að láta annara víti mjer að varnaði
verða; »jeg vil rannsaka kvæðin sjálf, spyrja þau,
svo að segja, sjálf um uppruna sinn, kryfja þau til
mergjar og vita, hvort þau geta ekki sjálf gefið
svar, er við megi hlíta« — svona hugsaði jeg. Eing-
inn óhlutdrægur maður getur sagt annað en þetta
sje rjett; geti kvæðin ekki sjálf gefið oss leiðbein-
íngar, getur ekkert í veröldinni gert það.
Það er nú sannleikur, sem er með öllu óhrekj-
andi og algildur, að ekkert er meira en skáldskap-
ur rigbundið við þá þjóð og það land, sem hann er
upp runninn í. I kvæðum kemur ósjálfrátt fram
þjóðarandinn, hugsunarhátturinu, og fyst og fremst
sú náttúra landsins, sem skáldið hefur haft fyrir
augum, frá því hann var borinn, með öllum sínum
skörpu einkennum. Jafnvel á vorum tímum, þar
sem menn á einu hendíngskasti geta farið land úr
landi, sjeð og beyrt svo mart útlent og óþekt, þar
sem menn ennfremur geta feingið svo mart útlent
inn i sig af blaða lestri og bóka, getur valla nokk-
urt skáld rifið sig svo upp úr sínum eigin jarðvegi
og rætt upp hjá sjer þær hugmyndir af lífi þvf,
sem hann er alinn upp við, að þeim bregði ekki
fyrir alveg ósjálfrátt og honum jafnvel óafvitandi í
öllum hans kveðskap. Einkum eru náttúrulýsingar
eða þótt ekki sje nema nefnt á nafn eitthvað ein-
kennilegt lángmerkilegast og óbrigðulast. Taki mað-
ur t. d. íslenskan skáldskap frá vorri öld og menn
munu finna, að það er rjett, sem hjer er sagt. Jeg
gæti fært til óteljandi dæmi frá flestum fsl. skáld-
um, sem sýna, að það og það skáldið hlyti að vera