Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 10
10
og mart fleira, sem alt er norskt; sömuleiðis alt sem
snertir sjerstaklega lifnaðarhætti og daglega siði og
viðburði. Alt þess konar byggist á svo nákvæmri
þekkingu á lífinu og náttúrunni í Norvegi, að skáld-
ið hefur hlotið að vera hvorutveggju innlífað. Nú
leiði jeg út af þessu, að sen nilegast og eðli-
1 e g a s t sje, að skáldið eða skáldin, sem sögðu
þetta, hafi þ v í a ð e i n s sagt það, að þau hafi
þekt slíkt frá blautu barnsbeini, þ v í a ð e i n s hafi
þau haft það á svo reiðum höndum til þess að setja
það inn í kvæði sín og það jafnsnildarlega
Þar sem aungar úyggjandi sannanir eru
að fá — og BMO getur ekki komið með eina einustu
sönnun með nje móti, sem sje »matematísk« sönn-
un, hvernig sem hann fer að —, er jeg ekki í nein-
um vafa um, að hollast sje og áhættuminst að fara
þá beinu braut, sem sennileiki og eðlilegleiki vísar
á, og það er hún sem jeg hef þrætt.
I stað þess að fylgjast með mjer, finst mjer nú
BMO fara alla hugsanlega krókastiga m ö g u I e g-
1 e i k a n n a, hvar sem hann getur. Alstaðar kling-
ir við eitthvert »g e t u r«, »g a t«, »m æ 11 i«, »þetta
þarf ekki að vera», »gæti vel« osfrv., og svu
verður að taka til allra mögulegra skýríngar-
tilrauna, til þess að hrekja mitt mál. Ágætt
dæmi upp á þessa skýríngaríþrótt er á bls. 64; en
það er ekki nema eitt af mörgu. Auðvitað verður
aldrei með öllu komist hjá mögulegleikum og get-
gátum, en því má aldrei gleyma, að vísindalegt
gildi þeirra er harðla lítið, þótt þeir g e t i stundum
orðið að nokkuru gagni.
Eftir skoðunum BMO verður nú hvert kvæði,
þar sem eitthvað norskt hittist í — og þau eru
mörg eða flest — endilega að vera ort af íslendíngi,