Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 13

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 13
13 setja ekki saman jafngóðar samlíkíngar sem þetta af orðum tómum. Og hver sem segir að íslendíng- ur hafi ort það, verður n e y d d u r til að láta skáld- ið bregða sjer til Noregs, koma þar á einhvern viss- an blett og hitta svo vel á, að hann einmitt sjái þetta! Jeg skal geta þess í sambandi við þetta, að í einni isl. sögu finst þessi sama samlíkíug notuð (líklega tekin eftir þessum stað í kvæðinu) í vísu (Örvar-Oddss.), og hljóðar þar svo: sem fyr úlfi örg geit rynni. Hve óendanlega lángt stendur ekki þetta á baki hinni vísunni að fjöri og ljósri náttúrutilfinníngu. Hið fyrra er sjeð með eigin augum, hið síðara er árángur lesturs og lærdóms, og er því dauft og merglaust með öllu. Hitt dæmið er: Fyrr muntu Goðmundr geitr of halda ok bjargskorar brattar klífa, hafa þér í hendi heslikylfu. Það sem er einkennilegast hjer, er h e s 1 i-kylfan; ef hún hefði ekki tullkomnað myndina og lýsing- una, hefði jeg ekki getað sagt, hvort vísan var norsk eða íslensk með vissu; en h e s 1 i kylfan tekur af skarið. Hvernig stendur á þvi, að fslendíng gat dottið í hug að nefna hjer »h e s 1 i«-kylfu, sem hlaut að liggja alveg fjarri hans hugsunum og því sem hánn hafði vanist. Og þótt íslenska skáldið hefði nú verið svo heppið að koma einmitt á þann stað, sem einmitt var geitahirðir að klifrast upp berg- skor og — ekki að gleyma — með staf í hendi; hvernig gat hann þá vitað, að hann var úr hesli?-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.