Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 14
14
Jú, það er svo sem auðvitað; hann hefur klifrast
upp skorina á eftir stráknum, spurt hann að heiti
osfrv.; loks hefur hann sagt: »úr hverju er nú kylf-
an þin, lagsmaður?« »Hún er úr hasli, mörlandi, ef
þú vilt vita það«! Og svo er nú það. Mjer dettur
ekki í hug að neita, að þetta eða þviumlikt sje
mögulegt, en sennilegt?, nei, ekki á nokk-
urn hátt. Einmitt þetta lítilræði sýnir, að skáldið
er svo samrýmt við norskar siðvenjur og lifnaðar-
hátt í smáu sem stóru, að það er með öllu ólíklegt,
að íslendíngur, þótt dvalið hefði nokkurn tíma í
Noregi, hefði haft svo »smásmugul« augu, að hann
tæki eftir þessu, einkum þegar þess er gætt, hvar
íslendíngar, sem komu til Noregs, hötðust j a f n a ð-
arlegast við.
Jeg íer ekki frekar út í alt það, sem hjer
mætti til tína; það yrði ekki annað en upptugga á
því sama. Jeg held því föstu, samkvæmt
þessu, að mín aðferð sje áreiðanlegust og
áhættuminst, og henni hef jeg fram fylgt í
allri minni skoðun. Aðferð BMO er, sem reynslan
sannar, mjög viðsjál og krókótt og i því fólgin að
finna og »útspekúlera« alla mögulegleika og tilraun-
ir til að skýra hlutina á alt annan hátt en beinast
liggur fyrir hendi. Af þ e s s u kemur sá ágrein-
ingur, sem er milli BMO og mín, ekki að eins í
þessu máli, heldur og ýmsum atriðum öðrum.
Með þessum orðum gæti nú í rauninni vörn
minni verið lokið og jeg lagt málið i dóm, en af
því að BMO hefur farið svo mjög út í einstök at-
riði, (sem jeg er honum mjög þakklátur fyrir), get
jeg ekki bundist þess, að taka nokkur af þeim fyr-
ir til athugunar. Það yrði altof laung rolla og
leiðinleg, ef jeg færi að tína upp h v e r t smáræði,