Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 20
20
jeg las þessi orð, ekki af því að jeg vilji neyta, að
málið geti verið »rammislenskt« í raun og veru, held-
ur af þvi, að BMÓ setur þessa »rammislensku«, sem
hann svo kallar, m ó t i því, sem þá ætti að vera
norskt eða rammnorskt. Þessi mótsetníng er
nú ekki til, að minsta kosti vita menn alls ekkert
um hana. Ef megnið af kvæðunum er ort á 10. öld
— og það hljóta þau velflest að vera — þá leiðir
það af sjálfu sjer, að málið á þeim er jafn-ramra-
norskt sem íslenskt; svo snemma gat einginn mun-
ur, sem teljandi sje, hafa verið til orðinn. Það er
fullkomin alvara mín, að málið i h e i 1 d sinni geti
ekki sýnt oss á nokkurn hátt með nokkurri vissu,
hvort kvæðin eru til orðin í Noregi eða á Islandi..
Norska málið á 10. öld þekkjum við — að fráskild-
um Eddukvæðunum — að eins af kvæðum nokkurra
norrænna nafngreindra skálda, og mjer er óhætt að
m a n a minn heiðraða mótstöðumann til að sýna
mjer og öðrum, hvað sje rammnorskti þeim
kvæðum, og sem ekki lika geti verið r a m m í s-
1 e n s k t. En hitt væri hugsanlegt, þrátt fyrir það-
sem hjer er sagt, að einstaka orði eða orðatil-
tæki brygði fyrir, sem sjerstaklega benti á uppruna
sinn — og það hef jeg líka þóstflnna. í grænlenska.
kvæðinu (Atlamálum) er orðið hylda haft um að-
skera mann upp (hjartað úr manni); svo hefur orð-
ið a 1 d r e i verið haft í Noregi eða íslandi; en hjer
hefur merkíng orðsins v í k k a ð í grænlenskunni,
og er vel skiljanlegt, hvernig á þvi stendur. Hjer
er þá bein sönnun fyrir því, að slik orð sjeu til.
Jeg skoða og orðið e i k j u, sem merkir ferjupramma
úr eik (eintrjáníng), sem vott um norskan uppruna
þess kvæðis, er það orð stendur i; þess konar e i k j-
u r voru ekki til á Islandi, og hvers vegna skyldi