Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 2
usar. Það sera menn finna ura þá í heimspekisögum
eptir ýmsa rithofunda, jafuvel aðra eins menn, eins
og Hegel, er því harla ónógt, sumstaðar enda mis-
skilið, og jafnvel afbakað, eða að minnsta kosti at-
lagað eptir nýrri hugsunum, og fer því fjarri að
þeir séu látnir njóta sannmælis.
Það þarf eigi fleiri vitnanna við um það, hversu
lángt þessir menn hafi verið komnir í mannlegri
speki, þegar þess er minnst, að oll heimspeki, gegn-
um síðari part fornaldarinnar, alla miðöldina og
fram á vora tima er byggð á kenningum þeirra, að
hin kristilega heimspeki í sumum greinum, svosem
hugsunarfræði (logik) og sonnunarfræði (dialektik),
eigi er komin lengra, ef hún annars er búin að ná
þeim, og að hinir nýjustu heimspekíngar opt ogein-
att marka sér hugsanir þeirra um djúp og upphaf
tilverunnar (metafysik), án þess að láta hinna réttu
hofunda getið. Sérilagi hefir Aristoteles orðið fyrir
því, að vera hafður að almenníngi, sem allir skóga
i. Þaráofan hefur Platon sér það til ágætis, að
kristnir guðfræðingar hafa fundið samhljóðan milli
kennínga hans og kristindómsins, eður að þær að
minnsta kosti aldrei hafa verið haldnar andstæðar
kristinni trú (Schleiermacher, Joseph de Maistre,
Lamennais).
Sú tilraun, sem hér er gjörð til að skíra kenn-
íngar Platons og Aristoteles fyrir íslendingum er
sjálfsagt ófullkomin, en hefur þó það sér til með-
mælis, að hún er eingongu byggð á frumritum
sjálfra þeirra, og getur því, að eg vona, verið und-
irbúníngur og stuðníngur fyrir þá, sem síðar vilja
lesa hofundana sjálfa. 0ðrum, sem eigi hafa tóm
eða tækifæri til þess, getur hún gefið hugmynd um
þessa fornu speki.