Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 18
18
að eins er andi tengdur við líkama, en guð, hinn
æðsti guð, er hjá Platon líkamalaus, þótt undirguð-
irnir, eptir grískum marggyðis hugmyndum, hafi lík-
ama, sem fegurðartilflnníng griskra mindasmiða og
skálda svo margvíslega og snildarlega hefur reynt
til að lýsa. Kn Platon er meðal Grikkja eigi einn
um þessa skoðun á guðdóminum, hún stafar þegar
frá Anaxagoras, Sókrates hafði hana, og í Kórsöng-
um Sófóklesar, sem var eldri, enn Platon, bregður
henni fyrir, t. d. Antigone, v. 580—624: —
»Enginn maður yfirstígur
Æðsta drottins mátt;
Hans á auga svefn ei sígur,
Sér í hverja gátt,
Timans afli undanþeginn,
Olymp’s honum lúta regin. — —«
Þessi mun vera hinn »ókunniguð«, er átti altari það,
sem Páll postuli sá, þegar hann kom til Aþenuborg-
ar (Post. Gb. XVII, 23). Það er því eigi undarlegt,
þótt kristnir menn hafl fundið margt svipað með
honum og guði vor kristinna manna. En — þótt eng-
anveginn sé ótrúlegt, og því síður ómögulegt, að
Platon hafi kynnt sér eingyðishuvmyndina í ritum
gamla testamentisins á ferðum sínum, þá þarf það
eigi svo að vera; hún var áður til í hinum gríska
heimi, þótt hún væri eigi alþýðutrú, og jafn djúp-
hugsuðum manni, og Platon, var trúandi til að gefa
þessu sáðkorni nýjan voxt og viðgáng, hreinsa það
og skygna. Allt um það eru, sérílagi þar sem Platon
lýsir réttlæti guðs, margar merkilegar samhljóðanir
milli hans og gamla testamentisins. í Nójj.oi X segir
hann t. d.: »Búist aldrei við að geta flúið undan
»hegníngu guðanna; þér megnið eigi, að gjöra yður
»svo litla, að þér getið falið yður undir jörðinni, né