Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 19
19
svo stóra, ad þér ho mist upp í himininn«. — Það er
sem lesi menn Davíðs sálma, 138, 8: »Farijeg upp
til himinsins, þá ert þú þar, og stígi jeg niður til
undirdjúpanna, þá ertu einnig þar«. Á oðrum stað
(NÓjj.ol IV) kemst hann svo að orði: »standi guð eigi
»fyrir að grundvalla borgina (ríkið) fær það (hún)
»eigi umflúið hina mestu ógæfu«, sbr. Davíðs sálma
(126, 1—2) »Byggi drottinn eigi húsið, o. s. frv.,
»verndi drottinn eigi borgina«, o. s. frv. og 1. c. VIII
ítrekar Platon, »sé ríkið, hvernig svo sem stjórnar-
»fyrirkomulagið annars er, byggt á lostum, og stjórn-
»að af monnum, sem troða réttlætið undir fótum, þá
»er eigi uppreistar von«. — Somuleiðis hefur Gorgias
Platons margt inni að halda um ástand vondra manna
og góðra eptir dauðann, sem vel hefði getað verið
skrásett af kristnum, enda hafa kaþólskir vísinda-
menn viljað finna þar bæði hreinsunareldinn, með
þvi Platon lætur suma eiga uppreistarvon, og helvíti,
er hann hótar hinum ólœknanlegu (ávtávotf) að þola
þær hryllilegustu kvalir um alla eilifð (Gorg. V.).
Og þegar Platon í Politeia II, talar um hinn réttláta,
»sem manneskjurnar húðfletti með vendi, kvelji á
»alla lund, fjötri og loksins festi upp á gálga«, þá
vilja þessir somu guðfræðingar láta hann, með spá-
dómsanda, meina til Krists, en Platon lá reyndar
nær að hugsa til Sókratesar, þó líflát hans skeði með
oðrum hætti. Og þegar þeir loksins hjá Origenes
og oðrum kirkjufeðrum hafa þókst finna, að Platon
hafl eigi að eins þekkt, heldur jafnvel trúað þrenn-
ingarlærdóminum, og láta hann bæði tala um Soninn
og Heilagan anda, þá sýnir það, að þeir hafa metið
meira, að útvega sér annan eins liðsmann og Platon,
heldur en að fylgja stránglega sogunni og sannleik-
anum. Þvl það er eigi líklegt, að Platon, einsog
2*