Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 31
31
kona hans Gróa Guðmundsdóttir, áttu þau 2 börn,
er bæði dóu ung. Síðar átti hann ekkju þá, erStein-
vör hét; vóru þau saman átta vetur og áttu 1 dótt-
ur, er Guðrún hét. Bjó Konráð síðan um hríð með
ráðskonum, — en það bar til vorið 1785, er Kon-
ráð var á ferð einni eitt sinn, að hann fann á leið
sinni mey eina unga, er þá var á vergangi milli
bæja, sem margt fólk annað, um þau ár sem Reykj-
arharðindin stóðu yfir. Mær þessi hét Jófriður Gísla-
dóttir frá Valadal, Jónssonar; hafði hún þá verið
nær þrem missirum á flakki þessu. En er þau
Konráð fundust, bauð hann henni heim með sér;
skyldi hann dvelja fyrir henni 2 eða 3 daga, ef hún
kynni tóvinnu. Reiddi Konráð hana að baki sér
heim til Valla, og kom svo, að hann gekk að eiga
hana um haustið, var hún þá 19 vetra, en Konráð
»vetri minna en hálf sjötugur«. A næsta ári gekk
bólusótt og ól Jófríður þá meybarn, er Guðrún var
nefnd; dó hún ung, en sumarið eftir, eður mánudag-
inn í 9. viku sumars, þann 18. júní 1787, ól hún
sveinbarn; sat yfir henni Guðrún á Steinstöðum,
móðir Sveins læknis Pálssonar. Mælti Guðrún þá,
er hún sá sveininn: »Þess væntir mig, þótt skammt
eigi eg eftir ólifað, að þessi sveinn slíti barnsskón-
um!« og þótti það rætast síðar. Var sveinninn skírð-
ur í messu á Víðimýri af síra Eggert Eiríkssyni í
Glaumbæ, og nefndur Gísli, og var prestur þá sagð-
ur ærið við öl. Síðar var það árið 1789, að þau
Konráð og Jófríður áttu enn son þann er Konráð
. hét, og verður hans enn getið.
Þeir bræður Gísli og Konráð ólust upp með
foreldrum sínum og þótti Gísli einkum fjörmikill og
ófyrirleitinn í æsku. Þá var hann 6 eða 7 vetra,
er hann var að hlaupa kringum brunn einn vetrar-