Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 33
33
ur í Glaumbæ til að taka Gísla, og kenna honum,
því laginn mundi hann til náms; vildi Gisli það fyr-
ir hvern mun, enn móðir hans og Gottskálk silfur-
smiður Egilsson, sem þá tók við búsforráðum með
henni, töldu það mjög úr, svc ekkert varð af því,
en mjög var þeim bræðrum til starfa haldið; var
og Gisla lengst af best laginn sláttur og torfrista.
Gottskálk giptist nokkru síðar Jófríði, móður þeirra
bræðra, og ólust þeir síðan upp með móður sinni og
stjúpa.
Það var nú, að boðið var að læra nýja lær-
dómskverið, en leggja niður »Ponta«; vildi Eiríkur
prestur fiýta sem flestum börnum undan námi nýja
kversins, — og byrjaði Gfsli þá á þorra að iæra
»Ponta« og var búiun um vorið. Var hann fermd-
ur þá um vorið 1799 12 ára gamall ásamt 7 börn-
um öðrum, og vóru það hin fyrstu börn sem séra
Jón Konráðsson fermdi, — varð Gisli þá sjálfur að
kaupa sér mussu og buxur fyrir staðfestinguna.
Eftir það hann var fermdur, gekk hann að allri al-
gengri vinnu og þeir bræður báðir. Geðjaðist þeim
lítt að seinni giptingu móður sinnar, og höfðu stund-
um í skopi og glettum við Gottskálk; kölluðu þeir
hann stjúpa sinn i glettni, og það fyrri en þau Jó-
fríður giptust.
Það var vorið 1801, að Gisli var sendur út í
Hofsós með einn áburðarhest ljónstyggan, er Hrygg-
ur hét; átti hann að sækja steinkol og járn, en reið
fola lítt tömdum, en á heimförinni batt hann upp
taum á Hrygg og reið á eftir, en er fram kom á
Trumbubakka, hljóp Hryggur út á Trumbu og synti
vestur yfir; það er hin austasta kvisl Héraðsvatna;
varð Gísli þar á eftir að fara, þvi engu réð hann
við folann, og eigi náði hann Hrygg við aðrar kvisl-
3