Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 39
.9
fyrst um 17 vikur í Vallholti, og svo vel með hann
íarið, að sið gamals fólks, að 6 kýr voru hreyttar
eftir handa honum, en eftir það var Konráð heima
með foreldrum sínum, en Benidikt, son Gísla og Stein-
unnar, tóku þau Gottskálk og Jófríður móðir Gisla,
og var hann hjá þeim síðan. Vorið eftir (1809)
seldi Gísli part sinn í Egilsá fyrir lausafé og byrj-
aði búskap á parti á Langamýri, átti hann nú 3
kýr, 5 hross, og 1 á framyfir kúgildi. Að áliðnu
sumri á því ári fæddist Jófríður, dóttir þeirra hjóna.
29. ágúst 1810 fæddist Filippia, dóttir þeirra, og
sumarið 1811, áttu þau son, er Baldvin hét, hann dó
á 4. ári. Sumarið 1812 fæddist Efemía dóttir þeirra,
— en Sigurlaug fæddist síðla vors 1814. Baldvin
annan áttu þau hjón, og fæddist hann 1817, og dó
hálfsmánaðar gamall; fæddust þessi börn öll á
Langamýri.
Þegar Gísli hafðibúið 9 ár á Langamýri, vildi
hann komast þaðan því bæði átti hann í óvild og
þrakki við suma nágrapna sina, og svo var Sigurð-
ur hreppstjóri Jónsson i Krossnesi, er jörðina átti,
ærið harðdrægur og ágengur. Sigurður var nær
óskrifandi, og ritaði Gísli allt fyrir hann er við kom
hreppstjórninni, og hafði ekkert fyrir annað en fæði
sitt, meðan hann skrifaði, þó meiru væri lofað,
vann hann og Sigurði að fleiru, bæði við slátt og
torfristu, en hafði oft lítið og stundum alls ekkert
fyrir. Öll þess ár réri Gísli suður á Álptanesi á
vetrum. Skrifaði hann þar sögur og ýmsar bækur,
bæði fyrir sig og aðra í landlegum, og komst í
kynni við fjölda marga raenn, sem kom honum síð-
ar að góðu haldi við rit sin; á þeim árumorti hann
og margt, bæði ljóðabréf og ýmsa kviðlinga, og fyr-