Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 42
42
prófasts Konráðssonar, vildi hann fara að búa á
Hafgrimsstöðum; varð þá að fá bændur til að standa
upp hvern frá öðrum, og rak síðast að þvi, að Grisli
varð nauðugur að fara frá Bakka og taka Ytra
Skörðugil 1820, miklu verri jörð, niðurnidda, hey-
skaparlitla með óræktartúni þýfðu — með tveimur
kúgildum, og 6 vætta landskuld í prjónlesi. Varð
hann að lóga þar einni kú sinni fyrsta haustið.
Hið síðasta barn þeirra hjóna, fæddist á Skörðu-
gili 1. sunnudag i þorra 1823, var á foraðsveður,
svo Gffsli gat enga nærkonu fengið, og varð sjálfur
að sitja yfir konu sinni, þó litt væri hann til slíks
laginn, en sjálf sagði hún honum til. Morguninn
eptir sókti tíisli Magnús prest í Glaumbæ Magnús-
son til að skíra sveininn, ætlaði Efemía að láta hann
heita Baldvin, sagði hún það Jóni bónda á Syðra-
skörðugili, sem átti að vera skirnarvottur, en hann
heyrði mjög illa og verst það er nærri honum var,
þegar farið var að skira kom Konráð Gíslason inn
á baðstofugólfið, og kallaði hátt »Látið hann heita
Indriða !« Þetta heyrði Jón,ognefndi hann þvi Ind-
riða, þegar prestur spurði að nafninu og varð ekki
leiðréttur, fór þvi svo fram að prestur skírði hann
því nafni.
Það var fyrri en hér er komið, að Gísli komst
í kunnleika við Hallgrim Scheving, skólakennara á
Bessastöðum, þegar Gísli var sjómaður á Álptanesi.
Tók hann þá af Scheving til afskriftar Járnsíðu,
Grágás að nokkru og málsháttakver. Sögur nokkr-
ar skrifaði og Gisli fyrir hann, og fyrir norðan skrif-
aði Gisli fyrir hann Olafssögu helga Noregs konungs,
og Jónssögu helga Hólabiskups, þókti illt að afrita 0-
lafssögu, þvi mjög var húu dauf og rambundin, með
hönd Eyólfs prests fróða á Völlum. Varð Gisli vel