Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 47
47
prófastur, Brynjólfur stúdent Benediktsson og Sig-
urður kaupmaður Jónsson og fleiri, vóru nær 40
manns í boði enn engin kona, því þá gengu veikindi.
Orkti Jón sýslumaður Thoroddsen þar snotrar brúð-
kaupsvísur, var það þá um kveldið, að Gfísli fór
með vísu eina fornkveðna, er hann hafði orkt laungu
fyrr, og fáir skildu. Þá kvað Jón sýslumaður vísu
þessa við Gísla:
Hér að kveðir kvæðin þín, | kalla eg heimsku tóma;
það er að fleygja fyrir svín | fögrum rínarljóma1.
Næsta dag eptir veizluna var það gjört að ráði
Olafs prófasts og fleiri manna, að Gfísli skyldi ekki
sundra bókum sínum. Kaus Gfísli þá séra Eirík Kuld,
aðstoðarprest í Flatey, og Brynjölf stúdent Benedikts-
son, að semja skrá nokkra, sem væri því til trygg-
ingar, að handrit hans færu ei að forgörðura. A-
nafnaði Gfísli þar Flateyjar framfarastofnun handrit
sín öll, móti þvi, að hann og kona hans og börn
þeirra, ef nokkur yrðu, hefðu sæmilegt uppeldi, —
vóru undir það rituð nöfn þeirra hjóna, Gísla og
Guðrúnar, og svo nöfn 11 manna annara, sem lofuðu
þeim þar með að sjá þeim fyrir framfæri; vóru það
þessir menn: Eyjólfur dannebrogsmaður í Svefneyj-
um og synir hans þrír, Hafliði, Jón gullsmiður og
Jóhann bóndi i Flatey, Brynjólfur stúdent Benedikts-
son, Olafur prófastur Sívertsen og séra Eiríkur Kuld,
sonur hans, Sigurður kaupm. Jónsson, Jón Bjarna-
son á Reykhólum, Olafur prestur á Stað á Reykja-
nesi og Jón Thoroddsen sýslumaður. — Upp á skjal
þetta var ritað af sýslumanni og sett undir sýsluinn-
sigli, með tveimur tilkvöddum vottum.
1) Þannig leit Jón Thoroddsen á kveðskap Gisla, sem vert
var, og hefir honum þókt kveðskapur hans, ekki vera »mjög hág-
horinn«, shr. Sunnanfara, IV. árg. bls. 27. S.Gr.B.