Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 63
63
vorum peningum í ársíje, en því heflr páflnn aldrei
tekið á móti, en óslælega hefir hann notað drottins-
rjett siun til þess ókeypis að nota póstinn og írjetta-
þráðinn.
Pius 9. varð að víkja fyrir valdinu, en öllum
þessum nýungum mótmælti hann og skoðaði sig sem
bandingja i Vatíkaninu og lifði í fullum fjandskap
við granna sinn hinum megin árinnar í Kvírínal-
höllinni. Svo deyja þeir báðir Viktor Emanúel og
Píus 9. í ársbyrjun 1878, konungur dó mánuðinum
fyr og er saga um það, að hann rjett fyrir andlátið
hafi sent mann á fund páfa og fengið lausn úr banni
kirkjunnar og blessun páfa. Hitt mun sannara að
Píus tók fálega klerkinum sem veitt hafði konungin-
um aflausn fyrir andlátið, og hafl spurt hvaða yfir-
bót konungurinn hafi gjört á undan aflausninni.
Pius 9. andaðist 7. febr. 1878, hinu eini páfi,
sem náð hefir Pjetursárunum, sem svo eru nefnd
eptir þeirri sögusögn katólsku kirkjunnar, að Pjetur
postuli hafi setið 25 ár að biskupsstóli í Róm. Píus
hafði rækilega bætt fyrir gönuskeiðið frjálslynda í
byrjun stjórnar sinnar; á hinum efri árum fordæmdi
hann í hirðisbrjefum sínum flestallt það, sem sið-
menning nútímans byggist á, svo sem samvizkufrelsi,
trúfrelsi og prentfrelsi. Löggjöf ríkjanna vísindi og
listir, allt átti að lúta hinum óskeikula páfa. I hinni
löngu upptalningu allra villudóma nútímans fordæm-
ir páfinn sjerstaklega þá fráieitu setningu »að páf-
inn í Róm eigi að samþykkja og sætta sig við fram-
farir nútimans, sjálfstjórn þjóðanna og þjóðfjelags-
skipun hinnar nýju siðmenningar«. Aukið andlegt
vald átti nú að bæta páfanum missi hins veraldlega,
kenningin um óskeikulleika páfans, þessi voðavilla
að allt, sem hann i embættisnafni kennir um trúog