Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 64
61
siði, sje i Guðs orða stað, kom sama sumarið og
stríðið mikla hófst milli Frakka og Prússa og Viktor
Emanúel steypti undan páfanum Rómaborg.
Þannig standa þá sakir í byrjun vorra tíma,
en til hans má telja síðasta þriðjung eða fjórðung
aldarinnar. Fótunum sýnist kyppt undan páfadóm-
inum. Páfinn er að visu kvaddur hátignarávarpi,
en hefir eigi nema nokkrar dagsláttur yfir að ráða.
Hin vísindalega sögurannsókn hefir gjörsamlega
hrundið þeim hjegiljum að Pjetur postuli hafi setið
i Róm sem yfirbiskup kristninnar og selt að erfðum
postulegt vald sitt til eptirmanna sinna, og tilraun-
in að vekja upp miðalda heimsdrottnun páfans með
óskeikulleikakenningunni sýnist eigi vera annað en
hlægilegt vindhögg. Og loks stendur páfinn á önd-
verðum meið við alla þjóðmennig nútímans.
En þrátt fyrir allt þetta hefir páfadómurinn
sjaldan í sögunni staðið jafnstyrkur og nú. Stjórnir
hinna voidugustu ríkja verða eigi síður að taka til-
lit til hins landlausa páfa, en þeirra landsdrottna,
sem hafa víð lönd og fjölda hermanna. Við kosn-
ingar og í löggjöf, sjerstaklega þá i skólamálum,
yfirhöfuð alstaöar þar sem töluvert brot þegnanna
heyrir tii h.nni katólsku kirkju, lætur páfavalclið
stórum til sín taka. Bismark karlinn varð enda að
láta sig og lýðveldið franska, sem í stjórnarfari sínu
yfileitt hefir verið harla ókirkjulegt, hefir leitað sjer
styrks hjá páfanum. Fleiri slík dæmi mætti nefna.
Þeir sem lesa íslenzku blöðin vestan hafs, geta ráð-
ið í afskipti katólsku kirkjunnar af skólamálum.
Hin rómversk-katólska kirkja er hið langfjöl-
mennasta trúarfjelag kristinna manna. Fullar 220
milljónir telja páfann í Róm æðsta sáluhirði siun á
jörðunni. I öllum heimsálfum, að Ameríku einni