Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 103
103
ur sem lög, er fólginn er í orðum laganna. Það, sem
löggjafmn segir að sjeu lög, segir sem lög og kunn-
gjörir, það og ekkert annað er lög. Það, sem hinni
siðari kenningu sjest yfir, er, að það, sem kunngjört
er, er vilji löggjafans.
Það er opt svo, að lögin, orð laganna, eru svo
ljós, að engi efi getur um það verið, hver sje vilji
eða tilætlun þeirra eða löggjafans. En aptur eru
önnur lög þannig orðuð, að eigi er auðvelt að segja,
hver sje hugsun þeirra í einhverju atriði. Þegar
svo stendur á, þá ber að skýra orð laganna eptir
rjettum málfræðislegum reglum og rökfræðislegum í
sambandi við lögin sjálf og svo löggjöfina í heild
sinni. En, ef hinn umspurði lagastaður samt getur
verið tviræður, þá verður að fara út fyrir löggjof-
ina sjálfa til að finna það, sem helzt er líklegt að
löggjafinn hafi viljað segja. Eru það einkum laga-
frumvörp, ástæður fyrir lögunum, nefndarálit og
umræður á þingum o. s. frv., sem rannsaka þarf,
er um skilning á óljósum lagastöðum er að ræða.
Auðvitað verður að nota þessi skýringargögn með
mikilli varkárni, og sjerstaklega halda þvi föstu, að
það eru lögin, eins og þau liggja fyrir, sem skýra
á. En að hinu leytinu er eigi unnt að greina lögin
alveg frá löggjafanum.
Stundum eru lög skýrð með öðrum lögum, og
verður sá skilningur að ráða hvort sem hann er
rjettur eða eigi, en þá er hjer í rauninni um nýja
löggjöf að ræða.
* * *
Menn hefir greint á um það, hvernig beri að
skilja orðin, »fast aðsetur« í lögum nr. 12 frá 9. á-
gúst 1889, um viðauka við lög 9. janúar 1880 um
breyting á tilskipun um sveitarstjórn á Islandi 4.