Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 138
öllu vantar hagfræðisskjöl og skilrfki þessara tima.
Upplýsingar þær, sem hægt er að gefa í þessu efni,
verða þvi mjögsvo ófullkomnar. En samtsem áður geta
þær hjálpað til, að lýsa verzlun Norðmanna á mið-
öldunum.
Að verzlun Englands hafi haft mikla þýðingu
fyrir Norðurlönd á þessu tímabili, má meðal annars
sjá af þvi, að hiuu islenzka álnarmáli var breytt
þar nál. 1200 og það lagað eptir hinu enska yardK
Hið sama átti sjer einnig stað með peninga þá, sem
gengu manna á milli i Noregi1 2. Engilsaxneskar
myntir eru þegar opt innan um myntir þær, sem
fundizt hafa í Noregi. Sömuleiðis sjást greinilega
engilsaxnesk áhrif á mótinu á hinum elztu norsku
myntum og peningasláttumennirnir voru efalaust
engilsaxneskir, eins og í Danmörk og Svíþjóð. Sið-
ar á miðölduuum hljóta engilsaxneskir peningar
einnig að hafa verið afarmikið notaðir i viðskiptum
í Noregi. Reyndar var mjög sótzt eptir hinniensku
mynt sterling viðsvegar um Evrópu, hún var að til-
tölu úr góðu silfri og hjelt gildi sinu óbreyttu lengi
fram eptir öldum, þó peningar fjelli annars mjög í
verði, einkum á 14. öld, og það ekki sizt i Noregi3 *.
En enskir peningar finnast þó of opt i Noregi frá
1) Elzta íslenzka alinin var 185/7 þuml. Þetta n/ja lengdar-
mál, stika, átti að vera = 2 gamlar álnir, þ. e. 37s/7 þuml.,
sem er nákvæmlega sama og hið enska yard, sem Hinrik 1.
innleiddi árið 1101. Diplomatarium Islandicum I. no. 81).
2) Sbr. Schive: »Norges mynter i middelalderen«, bls.
XXIX. ff.
3) 1 pund sterling var á 14. öld =60 schilling 1/biskir.
1 lybiskt mark á 16 schilling var fram að 1373 = nál. 10
Reichsmark cða 9 krónur. (Nál. 1400 fjellu hin 1/bisku