Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 148
148
Enskar húfur og skinnkyrtlar úr ensku lamb-
skinni eru opt nefnd í rjettarbótunum.* 1
B. Niðurlenzkur vefnaður.
í rjettarbótunum er talað um breitt klœði frá
Brúgge (breit bryggiest), klœði frá Gent (Genst), frá
Ypern (iperst) og frá Verviers:2
Klæði frá Brugge er nefnt einu sinni á 14. öld
í hinu norska Fornbrjefasafni.3
Klæði frá Gent er nefnt tvisvar sinnum.4
Klæði frá Ypern er nefnt á einum stað.5
í Norvegi var skarlat töluvert notað af höföingjum, og
það ‘er opt nefnt í uppskriptum á innanstokksmunum og
erfðaskrám. (D. N. II. no. 147, 165, 305, III. no. 260. V.
no. 69).
1) N. G. L. III. bls. 16. og 14.
2) Genst klæði er nefnt bæði í rjettarbótinni frá 1316
og hinni ódagsettu rjettarbót Hákonar 6. Hin eru nefnd
að eins í rjettarbót Hákonar 6, og í rjettarbótinni frá 1384.
Klæði frá Verviers; i rjettarbótinni stendur wermst, sem
Hertzberg heldur að annað hvort sje ritvilla í stað varnings,
eða þýði klæði frá Vermlandi. Reyndar kemur orðið varn-
ings fyrir í einu afriti rjettarbótarinnar (N. G. L. III. sjá
bls. 205. og 208). En verðið er svo hátt á vöru þessari, að
svo lítur út, sem ekki sje átt við algengt vaðmál. Meiri
líkindi eru til, að wermst sje ritvilla i staðinn fyrir \verw(e)st
(m fyrir w), er sá vefnaður nefndur margsinnis, og hl/tur að
þýða klæði frá Verviers (í hjeraðinu Liittich). Það var
mjög notað í útlöndum (pannus werwecensis), sjá »Das
álteste Hamburgisehe Handlungsbuch«, útg. Laurent’s).
3) 1340; D. N. III. no. 94.
4) ' D. N. V. on 95, I no. 250 (1333 og 1338).
5) 1311.