Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 158
158
Samhliða vörum þeim, sem þegar hafa verið
nefndar, fluttust einnig margar aðrar vörur frá Eng-
landi til Noregs á miðöldunum, svo sem allskonar
munaðarvörur og smágjörvari iðnaðarvörur, sem hafð-
ar voru til þess að skreyta með hallir höfðingjanna,
og er þess getið um Magnús konung berfætta, að
hann hafi fengið þess konar vörur frá kaupmanni
einum í Lincoln. Löngu siðar, þá er Hákon kon-
ungur gamli var 1 viðbúnaði að taka á móti Vil-
hjálmi kardínála frá Sabina, sendi hann skip gagn-
gjört til Englands, til þess að sækja það, er hann
þyrfti við í því skyni. Hið sama hefir einnig átt
sjer stað margsinnis optar, t. d. hvað snertir alls-
konar siikivefnað og kryddvörur, sem komu frá Ara-
bíu, Indlandi og viðar úr Austurlöndum og voru
fluttar um Ítalíu til Norður-Evrópu, fyrst til Niður-
landanna, og þaðan eptir ýmsum þjóðbrautum til
Norðurlanda. Ekki er hægt að segja með vissu f
hvert sinn, hvort vörur þessar hafi komið frá Eng-
landi eða Þýzkalandi til Noregs. Framan af voru
þessar vörur þó að minnsta kosti fluttar frá Englandi;
bera ýms orð svo sem, alamandr (»mandla« ensku
almond) og gingibráð (»engiferbrauð«, ensku ginger-
bread), vitni um það, sem eru bæði komin úr
ensku.
Um iðnað i Noregi er líkt að segja og um hin-
ar innfluttu vörur. Dómkirkjan i Niðarósi er t. d.
byggð eptir ensku sniði, og eflaust einnig af enskum
byggingameisturum og steinhöggvurum. Hið sama
átti sjer óefað stað í mörgum öðrum iðnaði. Án þess
mörk (D. N. IX. n. 151). Malt var og innflutt frá Þýzka-
landi í byrjun 14. aldar (Rjettbót Hákonar 5. urn kaupút-
lendinga og sölu á vörn, N. G. L., III., bls. 143.