Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 176
llli
bæturnar tala og um innflutning á síld til Noregs.i
Hefur það að likindum verið reykt, eða sem al-
mennt var nefnt, »rauð sild«.2 3
InDlend síld var seld eptir meisum eða lestum
Akveður rjettarbótin frá 1302, »að þegar meisasíld
(þ. e. 1 meis) gilti lOörtuga, eigi 4 sfldir að seljast
á 1 penning8. Hafa þá 400 sildir verið í 1 meis,
en þar afsláttur mun hafa verið gefinn, er mikið
var keypt, er liklegt að meisinn hafi rúmað 5—600
= ensk tunna (cade). Reykt sild var töluvert dýr-
ari, og á dögum Hákonar 6. (1370—80) var tunna
útlendrar síldar metin á 3 merkur.4 (Kostaði meis
þannig 7 falt minna en tunna af reyktri síld), En
þá var reyndar síldin hækkuð í verði frá því, er
áður var. — 1420 kostaði 1 tunna þýzkrar síldar
í Noregi nál. 34 kr.
A Englandi var verðið á þúsundi síldar (þ. e.
stóru þúsundi = 1200) 1260—1300 um 5—7 sh.
Var það 1350 koraið upp i 13—14 sh. og hjer um
hil 1400 í 18 sh. (Verður það nokkru dýrara en
i Noregi, þar sem 1 meis (5—600 síldir'?) var met-
inn 1302 á 10 örtuga = 41/*—5 shilling ensk fyrir
1200 síldir). Verð á reyktri síld á Englandi var
misjafnt. 1289 kostuðu 300 síldir í Hereford 3 sh.
6. d., en 1329 var 1 þúsund selt fyrir 8 sh. 4. d.
1) N. G. L. III. bls. 123 og 125. (1316) og rjettarbót
Hákonar 6. bls. 205. (og 208).
2) Reykt síld nefndist á þ/zku buckink (ný-háþýzku
Bilckling), latn. ruburnus. rustupa, eöa alm. allec rubrus
(»rauð síld«). Á Englandi er hún nefnd fyrst um 1389.
3) N. G. L. III. bls. 43; (1302).
4) N. G. L. III. bls. 205. (og 208).