Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 179
179
var og haft til útflutnings1. Á Englandi var saltað-
ur hvalur einnig hafður til matar og borðaður þar
með ediki2. Auk þess voru ólarreipi rigt úr húð
hvalanna og skíðin úr skiðishvalnum höfð í hníf-
skefti og kotrutöflur3. En iýsið var þó markverð-
asta varan svo sem áður er sagt. Mestur hluti lýs-
isins var bræddur í Noregi, en töluvert kom einnig
frá Islandi4. í gömlu rjettarbótunum er marg opt
nefnt lýsi sem útflutningsvara5. Opt má og sjá, að
útlend skip, sem fara eiga frá Noregi eru meðal
annars fermd lýsi. Var mikill hluti þess fluttur til
Englands. Skip Ivars Skervangers, sem gjört var
upptækt á dögum Hákonar konungs háleggs var
fermt lýsi, timbri og flski6 7. Og í ófriðnum milli Eng-
lendinga og Þjóðverja um 1400, voru mörg ensk
skip, er Hansastaðamenn ræntu við Noregsstrendur,
einnig fermd lýsi.7
1) N. G. L. III. bls. 119. (Rjettarbótin 1316).
2) yyThe boke of keruy/ige<( (i )>The Babees boke«, útg.
af »Early English Text Society«, 1868, bls. 282. 1. 8. sjá
einnig bls. 173) stendur: vinegare is good with salte porpas,
turrentyne salte, threpole, & salte wale.
3) Kotrutöflur munu heldur hafa verið smíðaðar úr hval-
beini, en úr skíði. pýð.
4) íslandsfarar áttu að greiða toll og tíundir af skreið,
lysi og brennisteini (340 D. N. II, no. 235. 1383 N. G. L.
III. bls. 215.
5) N. G. L. III. bls. 119 (123 og 125). Sjá einnig
Tristramssögu 18. kap.
6) Cal. of Close Rolls (1313— 18) bls. 2.
7) »Hanseakten aus Englaud« n. 331 (sjá einnig n. 354,
x2*