Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 185
185
heldur mestmegnis mýramálmur eða rauði. Ekki
l'tur út fyrir, að járngjörðin hafi meiri verið en lands-
menn þurftu handa sjer sjálfir, því járn er hvergi
nefnt með útfluttum vörum frá Noregi. Þó heldur
Rogers, að nokkuð af járni hafi komið til Englands
frá Noregi, því 1281 var í Lundúnum selt vferrum
normannicumi, er hann heidur að sje »norskt járnct1
Þetta er þó ólíklegt. Meiri líkur eru til, að það sje
sænskt járn, er Hansastaðakaupmenn hafi flutt með
sjer frá Svíþjóð, þvi málmbræðsla var þar orðin á
tiltölulega háu stigi. Sænskt járn (osemund, ásmund-
arjárn) var þekkt víðsvegar um Evrópu á miðöldun-
um og kvað mest að því samhliða járni frá Spáni2.
Sauðskinn og hafurstökur (rakaðar og órakað-
ar) og ennfremur uxabúðir, eru á fáeinum stöðum
nefndar meðal úlfluttra vara frá Noregi á miðöldun-
um3. Einkum lítur út fyrir að allmikil fjárrækt og
geitrækt hafi þá verið stunduð á Jaðri, svo sem nú
á dögum. Þannig fjekk páfi úr Stafangurstipti 1364:
77 kálfskinn, 1079 hafurstökur og 1040 lambskinn4.
1) Rogers I., bls. 145 og II., bls. 457 III.
2) Hirchs bls. 157. Rogers, I. bls. 145. Járn var tekiS
í hundruöum á Norðurlöndum (þ. e. 120 verkaðir járnbútar).
1 hundrað kostaði í Noregi rúml. 2 aura brennds silfurs en
hálfu minna í Svíþjóð. (Munch Y. bls. 353 aths. 3.). [A
Islandi kostaði 1 vætt blástursjárns 5 aura forna, en 1 vætt
fellujárnts 6 aura, en teint járn var metfje. Grág. Konungsb.
(útg. Finsens) II. 193—194 bls. B. M. Ó.].
3) )>Bukkaskinn« eru meðal annars talin í farmi uorska
skipsins í Trístrams sögu (18. kap.). Kýrhúðir eru nefndar
í rjettarbótinni 1316 (af 10 húðum —dikur— átti að greiða
2 örtuga í toll. N. G. L. III., bls. 119.)
4) D. N. IV. n. 442.