Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 196
196
II. Um móðurœtt Þórarins spaka (Langdœlagoða)
og Þórdísar konu Halldórs Snorrasonar.
í Tlmariti Bmf. III. 108 nm. heldr síra Eggert
0. Brim því tram, að sá Sturla Þórðarson, sem Ldn.
m. 16 telr kominn frá Mávi syni Viga-Glúms, hljóti
að vera annar maðr en Hvamm-Sturla, og leiðir hann
góð rök að því, að dóttir Más hafi eigi getað verið
móðir Þórðar Gilssonar. En það sýnist hins vegar
ólíklegt, að Sturla iögmaðr hafi í landnámabók sinni
talið ætt til einhvers ókunnugs Sturlu Þórðarsonar,
án þess að segja nánari deili á honum, og er því
vert að gæta að því, hvort ættartalan frá Mávi til
Sturlu í Ldn III. 16. geti eigi verið úr lagi færð á
einhvern hátt (t. d. feldir úr samnefndir liðir).
Eins og E. 0. Br. tekr fram, var móðir Þórðar
Gilssonar Þórdís Guðlaugsdóttir úr Straumfirði, en
móðir hennar Þorkatla Halldórsdóttir Snorrasonar
goða. Kona Halldórs og móðir Þorkötlu var Þórdís
Þorvaldsdóttir (Ldn. III. 5.), systir Þórarins hins
spaka (Langdælagoða, sem nefndr er i Bandamanna
sögu Kh. 1850, 9. bls.). Þess er eigi getið, hver var
móðir Þórdísar, og virðist ekkert því til fyrirstöðu,
að Þorkatla dóttir Más Víga-Glúmssonar hafi getað
verið kona Þorvalds, en móðir Þórdísar og Þórarins
spaka. Þeir Már og Einarr Þveræingr, móðurfaðir
Halldórs Snorrasonar, voru fjórmenningar að frænd-
semi (báðir jafn langt komnir frá Helga magra) og
dóttir Más gat vel verið gjafvaxta um 1010, og henn-
ar dóttir meir en svo um 1040—1050, en fyr hefir
Halldór Snorrason eigi getað kvongast, með því að
hann fór eigi frá Haraldi harðráða fyr en eptir að
hann var orðinn konungr í Noregi. Það er og þessu
til styrkingar, að dóttir Þórdísar Þorvaldsdóttur heit-
ir Þorkatla-; hafa þá nöfnin Þorkatla og Þ'ordis