Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 25
25
fyrir hvern J)ann skynberandi mann, er upp vill ljúka augunum. Hið
nafnkunna safn af fornnorrænum gripum, er hefur muni að geyma allt
frá frumaldalííi Norðnrlandabúa, löngu, löngu fyrir Drottins minni, og
niður til síðari alda, bregður eins og í fjölbreyttri lifandi myndaröð
menningarsögu Norðurlanda fyrir augu áhorfenda. Hið mikla og fjöl-
skrúðuga safn af alheimsgripum sýnir oss hinar ýmsu þjóðir heimsins
og lifnaðarháttu þeirra, frá Eskimóum og Indíánum, er hafast við í
dimmum og draugslegum hreysum og leggja sjer til munns selspik og
soðna maðka, og til fornþjóðanna, Kinverja og Indverja, er i ýmsum
greinum hafa náð hærra menningarstigi, en Evrópuþjóðir þekkja til.
far er dýrafræðissafn, auðugt að fágætum dýrategundum, allt frá geysi-
stórum beinagrindum af dýrum frumaldanna, er mest líkjast finngálknum
þeim og ferlíkunum, sem endur og sinnum finnst getið í fornum skræðum,
og til örsmárra fugla frá heitu löndunum, er bregða slíku glitskrúði fyrir
augun, að engum mennskum manni hefur tekizt að mynda það. Þar
er hið heimsfræga höggmyndasafn Thorvaldsens, er hann gaf Kaupmanna-
höfn eptir sinn dag. Standa þar með veggjum fram öll hin aðdáanlegu
listaverk hans og finnst enginn maki þess safns í víðri veröld. Sjálfur
kaus meistarinn sjer legstað í miðjum húsagarði, og finnst mönnum
ósjálfrátt sem andi hins framliðna hvíli yfir staðnum og blási lifi í
kaldan steininn fyrir sjónurn vorum. Með innilegri gleði og djúpri
lotningu lítum vjer þessi andans börn snillingsins. Þótt þau hvorki sjeu
hold nje bein, heldur að eins kaldur steinn, þá eru þau þó i bezta og
göfugasta skilningi hold af hans holdi og bein af hans beinum. Á ári
hverju streymir fjöldi útlendinga úr ýmsum áttum til Hafnar, eigi hvað
sizt til að sjá safn þetta. Enn fremur er þar litmyndasafn, er meðal
annars hefur að geyma hin nafnkenndustu verk danskra listamanna. Eá
er konunglega bókhlaðan, sem er eitt af hinum stærstu bókasöfnum
heimsins. Allir eiga kost á að nota söfn þessi ókeypis.
Sem uppeldis- og menningarmeðöl hafa söfn þessi meiri þýðingu
en frá verði sagt. Að vísu er það satt, að margur er sá maðurinn, er
aldrei á æfi sinni litur við þeim, og að fjöldinn allur af þeirn, er koma
og skoða þau, eigi tekur neinum dýpri áhrifum af þeim, en hitt er og
engu síður víst, að mörgum mönnum hafa þau skapað hinar fegurstu
unaðsstundir og haft djúp og óafmáanleg áhrif á sálir þeirra. Eef*ltr
námfús og skýr unglingur i fyrsta skipti kernur inn á listasöfn þessi, er
eins og honum birtist nýr heimur, er sýnir honum undramyndir, fegurri
en hjarta hans hafði dreymt um, og hann þykist allt i einu vera staddur
þar, er nýr himinn og ný jörð blasir fyrir sjónum í geislum hinnar fyrstu
morgunsólar. Hann finnur nýjar og óþekktar tilfinningar hrærast í
hjarta sinu, og svo framarlega sem hann ber fólgið í sálu sinni nokkurt
listafrækorn, þá tekur það þegar að þroskast og ber á sínum tima fögur
blóm.
Eað er margt athugavert við stórbæjarlifið. Eað er mjög hætt við
að svo geti farið, að glaumurinn og gleðin gripi æskumanninn, er þangað
kemur til að leita sjer menningar, deyfi algjörlega rödd hjartans og
samvizkunnar, stingi honum svefnþorn, svo hann gleymi heimkynni
sinu, foreldrum, vinum og sjálfum sjer með, sjúgi úr honum merginn
og sogi hann að lokum til botns i hringiðuna eða skili honum aptur
sem útþvældum aumingja. En það er lika margt fagurt og gott við