Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 29
29
meiðslum. í hvert skipti er ný auglýsing birtist á gluggarúðunni,
kveður við endalaust óp bæði frá fylgifiskum og mótstöðumönnum
þess, er kjörinn er. Hinir fyrnefndu hefja upp fagnaðaróp, en hinir
síðarnefndu haturs- og gremjuóp og spara hvorugir röddina. Götustrák-
arnir eiga eigi hvað minnstan þátt i ópinu og háreystinni, og er kjör-
dagurinn þeim hinn mesti tyllidagur á árinu, miklu, miklu tilkomumeiri
og skemmtilegri en jólin og páskarnir. Þeir hlakka til hans löngu áður,
eins og krakkarnir á Fróni hlakka til rjettanna. Og þeir þykjast svo
sem ekki láta svona af gáska eða unggæðisskap; nei, engum mundi
haldast uppi að bera hinum unga, upprennandi þorparalýð Kaupmanna-
hafnar slíkt á brýn. Þeir þykjast taka þátt í kosningunum með jafn-
mikilli alvörugefni og hinir fullorðnu. Þeir skipa sjer í flokka eins og
aðrir, og hver flokkur þykist albúinn að verja skoðun sina með hnúurn
og hnefum, og eru þar endur og sinnum háðir blóðugir bardagar milli
þeirra. Sú var tíðin að þeir gengu í breiðfylkingu um götur og stræti
bæjarins og sungu hástöfum: »Ned med Estrup, Scavenius og Ravn«
etc. Allt og allir eru á fleygiferð, og sá þykir hvorki í húsum hæfur
nje kirkjugræfur, er eigi vill taka þátt i ósköpunum.
Regar kvölda tekur og á daginn liður og útgert er um úrslitin í
flestum kjördæmunum, kyrrist smátt og smátt á strætunum. Allir þeir,
er vetlingi geta valdið og eyri eða eyrisvirði eiga, setjast að drykkju,
•— annaðhvort til að súpa gleðibikar eða þá til að drekkja sorginni og
gremjunni. Vinið er, eins og flestum mun kunnugt, margra handa járn
og kemur sjer vel undir ýmsum kringumstæðum. Háreystina á drykkju-
stofunum keyrir fram úr öllu hófi, og optast fer svo á endanum, að
menn eigi láta sjer nægja drykkjuna eina og sönginn og hrópið og
ræðuhöldin, heldur færast þeir i ásmegin og slær víða í áflog og rysk-
ingar. Lendir stundum saman fjölda manns í eina áflogabendu, og borð
og stólar, flöskur og glös eru hroðin, eins og stæði hjer hin skæðasta
fólkorrusta. Fá menn þar stundum mörg sár og stór, og læknarnir á
sjúkrahúsunum mega vera viðbúnir fram eptir allri nóttu að rimpa saman
skurðina og sletta plástrum á skeinurnar. Gengur á þessum ósköpum
þar til lögreglan skerst í leikinn og dregur verstu óróa- og áflogaseggina
í dýflissu. Eru stundum svo mikil brögð að þessu, að fangaklefarnir á
lögreglustöðvunum eru alskipaðir, er á nóttina liður. En óróaseggirnir
hafa það sjer til afsökunar og rjettlætingar fyrir lögrjettunni á dómsins
degi, að það var kjördagur, og hann er að jafnaði ekki nema einu
sinni þriðja hvert ár.
Pað getur lítill vafi leikið á því, hverjar pólitískar skoðanir mundu
verða ofan á i Kaupmannahöfn, ef allir ættu kost á að kjósa eptir eigin
geðþótta. Það yrðu auðvitað hinar frjálslyndari skoðanir, jafnvel hinar
stækustu, því þeim munu flestir minni háttar menn — iðnaðarmenn og
verkamenn — vera hlynntir í hjarta sinu, en þeir tveir flokkar eru lang-
fjölmennastir. Ástæðan til þess, að þeir eigi mega allir brej7ta eins og
andinn blæs þeim i brjóst, er sú, að drottnar þeirra og vinnuveitendur
eiga allskostar við þá og hafa ráð þeirra í hendi sjer. Er það varla
efamál, að sumir þeirra beita því valdi sinu til að kúga verkamenn til
að fylgja sjer að málum. En það skal sterka sannfæringu og óbilugt
þrek til að risa móti kúguninni, þegar sigurlaunin eru sultur og seyra.
Enn er sá einn dagur á árinu, er keimlikur er kjördeginum, en