Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 42
42
'Og rótarstokkum þeirra jurta, er kolin hafa myndað; enn fremur má sjá
marga stofna, er standa upprjettir þannig, að það er ómögulegt, að þeir
hafi sokkið til botns i vatni; sum af þessum trjám eru hol að innan,
og hafa i þeim fundizt landkufungar, margfætlur og beinagrindur af
brynhöfðum. Nokkur eru þau kolalög, er ná yfir mörg hundruð ferh.
milur, og nær það engri átt, að hugsa sjer þau mynduð í stöðuvatni;
það yrði að hugsa sjer, að allar þær ár, er runnu út í þetta geysimikla
vatn, hefðu flutt með sjer nærri þvi eingöngu jurtaleifar, og dreift þeim
út yfir allan vatnsbotninn, en enginn leir skolazt út i vatnið, og kemur
það mjög i bága við það, sem menn vita um vötn og ár og störf
þeirra. Enda eru steinkolin, þar sem menn hafa getað sannað rnyndun
þeirra i vötnurn, mjög leirblandin með köflum.
Pað eru fá tímabil í jarðsögunni, sem menn hafa smíðað sjer eins
margar hugmyndir um og kolatímabilið. Um margar af þessum hug-
myndum má nú með vissu segja, að þær eru rangar, en menn hafa
ekki margt, sem betra er, til þess að setja í staðinn, og liggur við, að
því meiri rannsóknir sem gjörðar eru, því flóknari verði gáturnar.
Það er einkum loptslagið á kolatímabilinu, sem þetta á við. Nú á
dögum ná skógar aðeins á fáeinum stöðum norður fyrir heimskautsbauginn,
og þó skamman spöl. En á kolatímabilinu hefur verið mjög öflugur
jurtagróður norður á Spitzbergen, Novaja Semlja og i Ameríku langt
fyrir norðan heimskautsbauginn, og samskonar eða mjög svipaður jurta-
gróður náði þá yfir mikinn hluta af yfirborði þurlendisins. Loptslagið
hlýtur þvi að hafa verið mjög frábrugðið þvi, sem nú er, og miklu
tilbreytingaminna. Menn hafa nú haldið, að loptið hafi verið fjarska
heitt og rakt, skýjahvolfið mjög þjett og þar af leiðandi ávallt hálfgjört
rökkur yfir jörðunni; en loptslagið var eins á allri jörðunni vegna þess,
að jarðhitinn var þá svo mikiíl, að sólargeislanna gætti mjög litið i
samanburði við hann. Loptið var fullt af kolsýru, en plönturnar hreins-
uðu það smátt . og smátt, svo að fuglum og spendýrum gat orðið lift
á jörðunni. Kenning þessi lítur vel út i fljótu bragði, en er þó við-
:sjárverð að mörgu leyti. Fyrst og fremst er það ómögulegt, að jarð-
hitinn hafi haft nokkur veruleg áhrif á loptslagið. Pað hefur verið
.gengið út á hraun, sem enn þá vóru á hreyfingu undir þunnri storkinni
•skán, og sýnir það hvað steinarnir leiða illa hita, enda hefur það verið
:sannað með óyggjandi rökum, að gifurlegan hita þyrfti örgrunnt í jörðu
til þess að hans gætti á yfirborðinu. Og það er heldur ekki líklegt, að
lopthitinn hafi verið svo fjarska mikill. í sjálfu hitabeltinu eru nærri
þvi engin kolalög, og þar myndast enginn mór nú á dögum; sökum
hitans leysast jurtirnar alveg sundur eptir dauðann og hverfa út i loptið,
svo að ekkert verður eptir. Það eru þvert á móti allar líkur til, að
loptslagið hafi verið temprað, og i tempraða beltinu er nú sumstaðar,
t. a. m. á Eldlandinu, mjög svo öflugur gróður, og litur út fyrir, að þar
geti vel myndazt kol. Ómögulegt er, að kolatimabilið hafi verið ein-
tómt rökkur. Plönturnar þurfa einmitt ljós til þess að geta sundrað
kolsýrunni, og þegar kolefni steinkolanna sameinast súrefni, »losnar«
nákvæmlega eins mikill hiti eins og »batzt«, þá er kolefni og súrefni
kolsýrunnar sundraðist fyrir mörgum miljónum ára. Þegar kolin loga í
'Ofninum, þá er það sólskin frá steinkolatímabilinu, sem hitar upp her-