Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 71
af. Eg sá hann aldrei drukkinn. Það er einnig sagt í margnefndri Sunnanfara-grein, að Bjarni hafi ekki verið gáfumaður nje lærdómsmaður nema í meðallagi, og er þá flest til tint til að niðra Bjarna. Eg man þó það, að hann var almennt á yngri árum kallaður gáfumaður, og einkum var tekið til þess, að hann hefði gott minni. Að hann hafi »enginn lærdómsmaður« verið, fæ eg með engu móti skilið. Hefði rektor Bjarni lítið annað lesið og þekkt en bókmenntir Islendinga á 16. og 17. öld, þá hefði mátt slik ummæli til sanns vegar færa. En Bjarni kunni mörg tungumál bæði forn og ný, var allan sinn aldur i bókum, las margt og mikið og mundi margt og mikið. Hann hafði um mörg ár kennt veraldarsögu utanlands og var að dómi þeirra, sem vit höfðu á, mjög vel að sjer i þeirri vísindagrein. Og svo er nú þetta visugrey: »Og Cæsar kom og saa og vandt« o. s. frv. Það eru nú liðin frek 60 ár siðan eg lærði hana í Kaupmannahöfn, en það kom mjer aldrei til hugar, að hún yrði gefin út á prenti, sízt eptir Bjarna látinn. En nú eiga menn það að þakka smekkvísi höfundarins í Sunnanfara. Til þess að styðja það, sem eg hefi hjer að framan sagt um Bjarna rektor Jónsson, skal og leyfa mjer að setja hjer nokkur orð, eptir Jens rektor Sigurðsson, er lesa má i skólaskýrslu hans 1867—68, bls. 12. Bar segir svo: »Fyr en skýrslu þessari væri lokið, bárust hingað þau sorgartíðindi fyrir skólann, að rektor skólans, prófessor Bjarni Jónsson, r. af dbr. hefði andazt í Kaupmannahöfn 21. sept. af lungnabólgu; hann hafði í júlímán. í sumar siglt hjeðan til Danmerkur. Prófessor Bjarna Jónssyni var veitt rektorsembættið við skóla þennan 18. júní 1851, og kom hann hingað samsumars; hafði hann því, þegar hann dó, veitt embætti þessu forstöðu í 17 ár. Við fráfall hans hefir skólinn misst ágætan kennara og dugandi skólameistara, því hann var búinn flestum þeim kostum, er skólamaður þarf að hafa; hann kenndi manna bezt, og er það einmælt bæði hjer og erlendis, var ljós, orðheppinn og sannfærandi í allri tilsögn; hann var og mikill maður vexti, svipmikill og raddmikill, svo ungmenn- um stóð fremur ótti af, enda þótti honum mikið undir því komið, því hann áleit, að velgengni þeirra og gagnsemd fyrir ættjörð sína væri öllu fremur undir því komin, að þeir snemma lærðu að hlýða og fylgja föstum reglum; var hann þá, er það þótti fengið, ör og eptirlátur, og ávann sjer þar með hylli lærisveina sinna og vandamanna þeirra víðsvegar um land. Hann hafði snemma menntazt til þessarar stöðu, tekið examen philologicum viðf Kaupmannahafnar háskóla árið 1836, og verið síðan í mörg ár kennari við Alaborgarskóla, frá 1836 til 1846; 1845 fór hann til Frakklands og Englands með konunglegum fjárstyrk, til þess, að kynna sjer latínuskóla þessara landa, og náði hann þá svo mikilli kunnáttu í enskri og frakkneskri tungu, að það síðan varð honum til mikils ágætis og sóma skóla vorum, með því útlendum þykir sá kostur segja mikið, er þeir koma hjer til lands. Síðan varð hann yfirkennari við Horsens skóla, og gegndi þar síðast rektors störfum, til þess er hann kom út hingað, svo sem áður er sagt. Hann lagði mikinn hug á eflingu og ffamfarir þessa skóla, og leitaði þar í síns mesta heiðurs, en þó voru það einkum fornmálin, latína og gríska, er honum þótti mestu skipta og mest voru að hans skapi; hafði og hugur hans snemma að þeim hneigzt. Skólinn á Islandi á honum og margar endurbætur að þakka, er einkum viðkoma stjóm skólans, og sem hlýðni sú og reglusemi laut að, er hann krafðist af skólapiltum, og fyr er getið, og má svo segja, að undir hans skólastjóm hafi skólinn náð fastri skipun hjer í Reykjavík, þar sem hann, þegar rektor Bjarni kom hingað, var nýfluttur frá Bessastöðum, að mestu óbteyttur með öllu sínu gamla fyrirkomulagi þar.« Reykjavik d. 19. nóvembermán. 1895. Páll Mdsteð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.