Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 76
76
Þetta er rangt, því textinn í útgáfu Kálunds er — eins og í hinum eldri útgáfum
— prentaður eptir »Möðruvallabók«.
ÍSLENZKAR ÞjÓÐSÖGUR. Safnað hefir Ólafur Davíösson. Rvik 1895.
I safni þessu eru: huldufólkssögur, tröllasögur, draugasögur, galdramannasögur,
sagnir frá seinni öldum, útilegumannasögur, æfintj'ri og ýkjasögur. Má af þessu
sjá, að í safninu eru allflestir sömu flokkarnir og í þjóðsögum Jóns Ámasonar;
en ekki jafnast þetta safn við hans safn að gæðum, enda er það varla von, því
bæði er það miklu minna og Jón hefur sjálfsagt verið búinn að ná í það bezta,
sem til er af þessu tagi hjá þjóðinni. Þó er safn þetta góðra gjalda vert og getur
orðið mörgum til skemmtunar og fróðleiks. En varast skyldu menn að fá bæði
þetta safn og þjóðsögusafnið eldra börnum eða óþroskuðum uriglingum í hendur,
því varla getur hjá því farið, að lestur slíkra sagna hafi miður holl áhrif á hug-
myndalíf þeiiTa og efli hjá þeim hjátrú og hræðslugirni, sem opt getur orðið
þeim bagaleg síðar meir á lífsleiðinni. Enn verra er þó, að láta það við gangast,
að börnum sjeu sagðar slíkar sögur í rökkrinu, eins og títt hefur verið á Islandi.
Allir foreldrar, sem annt er um velferð barna sinna, ættu að banna slíkt strang-
lega og hegna, ef út af er brugðið, því ótal dæmi má telja því til sönnunar, að
lijátrúarólyfjan draugasagna og annara þess konar bábilja er engu síður skaðlegt
fyrir saklausar barnssálir, en eitur fvrir líkama þeirra.
NAL OG DAMAJANTI. Fornindversk saga í íslenzkri þýðingu eptir Stein-
grim Thorsteinsson. Rvík 1895. Saga þessi er einn af gimsteinum hins fornind-
verska skáldskapar. Hún er upprunalega í Ijóðum og hefur með rjettu verið
kölluð »dýrðlegur hásöngur ástartryggðarinnar«, sem allir hljóta að hafa yndi af
að lesa og getur haft mjög göfgandi áhrif á viðkvæma unglinga.
DÆMISÖGUR EPTIll ESÓP. í íslenzkri þýrðingu eptir Steingrím Thor-
steinsson. Rvík 1895. Betri barnabók, en þetta safn, er varla hægt að hugsa
sjer. Sögurnar eru svo stuttar, að á 111 bls. í litlu b’roti eru 168 sögur, hver
sagan annari skemmtilegri og allar hafa þær í sjer fólgna djúpa lífsspeki, uppörva
til alls góðs og sýna frarn á, hversu það jafnan leiði til sigurs, en að hroki, fals
og mannvonzka jafnan verði mönnum að falli. Þetta kver hefur yfir höfuð alla
þá kosti, sem hver góð barnabók á að hafa. Þeim aurum, sem foreldrar verja
til þess að kaupa það handa barni sínu, er sannarlega vel varið, því í því eru
fólgin mörg göfgandi frækorn, sem á síðan geta borið margfalda ávexti, er þau
ná að þroskast í sálum barnanna. Þetta hefur prófessor Rask líka verið ljóst, er
hann tók 30 af dæmisögum Esóps, snúnum í íslenzk ljóð, upp í Lestrarkver sitt
handa heldri manna börnum, er liann samdi að tilhlutun Bókmenntafjelagsins 1830.
KVENNABLAÐIÐ. Útgefandi: Bríet Bjarnhjeöinsdóttir. I. ár. Rvík 1895.
Þetta blað byrjar svo vel, að full ástæða er til að mæla með því. Það er ekki
að vasast í pólitík eða þyrla upp neinu kvennfrelsisryki, en lætur sjer um það
eitt hugað, að fræða kvennþjóðina um allt, er að því lýtur, að gera hana hæfa
til að verða sannarleg stoð og stytta heimilislífsins. í blaðinu eru margar góðar
leiðbeiningar um meðferð barna og uppeldi, um hannyrðir og aðra kvennavinnu,
um matreiðslu o. fl. Það getur líka verið nógu gott fyrir suma kvænta nöldr-
unarseggi að líta í Kvennablaðið, því það flytur stundum einnig góðar bendingar
fyrir þá. Skulum vjer sem dæmi þess nefna hina snotru og einföldu smásögu
»Talaöu hlýlega viö konuna þina«.