Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 78
7^ UM NÁTTÚRU ÍSLANDS haf<i þrír íslendingar skrifað ritgerðir í útlend tímarit. I »Botanisk Tidsskrift® (19. og 20. b. 1895) hefur Helgi Jónsson skrifað tvær ritgerðir. Er hin fyrri þeirra (* Optegnelser fra Vaar- og Vinter-Exhursioner i Öst-Islandi) einkum um það, hvernig gróður byrji á vorin, og hvernig ýmsar jurtir, er halda lífi allan veturinn, líti þá út. Jurtir, sem blómgast snemma að vorinu, hafi þegar myndað blóm fyrirfarandi haust (steinbrjótur, lambagras o. fl.). Er þar getið um blómgunartíma 98 tegunda, og í ritgerðinni eru 7 myndir, er sýna vetrarbúning sumra jurtanna. í hinni ritgerðinni (»Studier over Öst-Islands Vegetation«) er skýrt frá gróðrarfari á Austurlandi, gróðri í skógum, víðirunnum, lyngmóum, mýrum, tjörnum og lækjum, túnum, urðum, mosaþembum, hlíðum, melum, söndum og leirflögum. — I »Naturen og Mennesket« (1895) hefur Helgi Pjetursson skrifað jarðfræðislega ritgerð (»Geologiske Rejseskitser fra Island«-), þar sem hann segir frá ferð sinni til Þjórsárdals og lýsir jarðfalli, er þar sje; bendir hann á, hve náið samband sje milli jarðsprungnanna og landslagsins, stefnu dala og fjalla á þessu svæði. I sama tímaritinu er ritgerð eptir Olaf Daviösson um Heklu (»Hekla«), og þar fyrst lýsing á henni og því næst sagt frá gosinu 1845 o. fl., en síðast eru hjátrúarsögur um Heklu. I ritgerðinni eru 2 gamlar myndir af Heklu og 5 uppdrættir (frá 1539, 1555 og 1595) af hjeruðunum umhverfis hana. Eru uppdrættir þessir eltki sem áreiðanlegastir, heldur úir og grúir þar af hjátrúarmyndum. Til dæmis má nefna, að á einum uppdrættinum er 'sýndur »fordæmdur« aumingi, sem er að klifrast upp stigá, til þess að komast í brenni- steinsdíkið. Þar sjást og 3 keröld, sem eiga að vera uppsprettur, og breytir ein þeirra öllu í stein, önnur er heljar-köld og hin þriðja er ölkelda. Allt er þetta í nánd við Heklu. Á einum uppdrættinum stendur, að hestarnir hlaupi 20 mílur í sprettinum, og margt er þar fleira af líku góðgæti. I LÆKNISFRÆÐI hefur læknaskólakennari Guðmundur Magnússon ritað tvær ritgerðir í »Hospitalstidende« (1895), og er hin fyrri þeirra (i>Nogle Bemeerk- ninger i Anledning af 7 Tilfalde af Underlivsekinokokker«) um sullaveiki og nýja lækningáraðferð (holdskurð), er hann. hafi beitt gegn henni, og er þar nákvæm- lega sk}'rt frá allri aðferð hans og árangri af henni. Hin ritgerðin er um berkla- sótt (VTuherculóse paa Island«). Höfum vjer he}'rt fróða hjerlenda lækna dást mjög að þessum ritgerðum. — I sama riti er og grein eptir hjeraðslækni Ásgeir Blöndal, þar sem hann leiðrjettir ýmsa ónákvæmni í skýrslum og ritum dr. Ehlers um holdsveikina á Islandi (»Dr. Edv. Ehlers Indheretninger om Spedalskheden i Island«), er getið var í 1. árg. Eimreiðarinnar. í sama riti hefur dr. Ehlers birt skýrslu sína til stjórnarinnar um hina síðarj ferð sína til Islands til þess að rannsaka holdsveikina (t>Rapport til Ministeriet for Island og Kultusministeriet om min anden Expedition til Island for at studere den spedalske Sygdom«), og skýrir hann þar frá, að hann hafi nú fundið 18 nýja sjúk- linga, svo að tala holdsveikra, er hann þekki til, sje nú alls 158. í sama riti er og önnur ritgerð eptir dr. Ehlers um holdsveikina (»Fortsatte Bidrag til Bedöm- melsen af den spedalske Sygdoms Aarsagsforhold«), og er í henni sumpart lýsing á nokkrum íslenzkum sjúklingum (með tveimur myndum, af handlegg og fótlegg) og sumpart upplýsingar um þessa sýki í ýmsum öðrum löndum, er allar stefni í þá áttina, að sanna að holdsveikin sje næm sýki, en eigi arfgeng. í »Ugeskrift for Læger« hefur sami höf. enn ritað grein um holdsveikismálið («Bemærkninger vedrtirende det islandske Spedalskhedsspörgsmaah). Skýrir hann þar frá gjörðum alþingis í því máli, og birtir þar þýðingu af lögunum um aðgreining holdsveikra og gerir nokkrar athugasemdir við þau. Telur hann það mjög heppilega ákvörðun,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.