Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 34
hundar; hann varð stór og sterkur sem björn, með miklum og öflugum hrömmum, er hann kramdi með og kreysti sundur allt, er mótspyrnu veitti, er hann varð reiður. Stóru augun hans leiptruðu, hárin risu upp á hinum sljetthærða búki, og hann urr- aði og fitjaði upp á trýnið, svo að skein í tanngarðana; hann gó og gelti, ef illar vættir ljetu á sjer bæra, svo þeim stóð stugg- ur af. Þá tóku hinar illu vættir sig saman og handsömuðu hundinn Garm, ljetu afarsterka festi koma um háls honum og tjóðruðu hann svo fyrir Gnípahelli. Síðan færðu þeir byggðir sínar inn á milli mannanna, í hvern helii, hvert gil og fjall, og ógnuðu þeirn og ærðu þá, en konungar og keisarar komu upp hjá hverri þjóð. Þeir gengu í lið með hinum illu vættum. Þéir sjálfir og vilji þeirra var allt; þjóðin ekkert annað en búfjenaður, er mátti seljast og slátrast eptir geðþótta þeirra. Hvað leið nú hundinum Garmi? Hann var bundinn fyrir Gnipahelli. Hann ærðist og gó og rykkti ákaflega í festina, er hann sá undirokun þjóðanna, svo eigi var annað sýnna, en hún myndi slitna. Konungar og keisarar og hinar illu vættir reyndu til að fyrirkoma honum til fulls, en það heppnaðist eigi. Hann var ódauðlegs eðlis. Hann var »þrisvar brendur, þrisvar borinn,« og hann lifir enn hjá hverri þjóð á hverjum tíma, bundinn eða laus. Hann lá óhultur og rólegur i herbergi Sólons, við fætur hans, er hann reit lög handa Aþenumönnum. Hann skoppaði eptir Maraþonsvöllum á undan Miltíadesi og reif og tætti og eyðilagð'i aragrúa Persanna; en harðstjórinn frá 'Makedóníu færði hann í fjötur. Hann hafðist við á strætum Rómaborgar. Hann fylgdi Fab- íusi, Scipíó og Maríusi á herferðum þeirra; en rómversku keisar- arnir settu hann í bönd. Hann lá í lynginu á Lögbergi við fætur Þorgeirs Ljósvetninga- goða, er hann flutti ræðu sína fyrir þingheiminum á Jónsmessu árið iooo. Hann klappaði honum og strauk hinn sljetthærða búk hans með annari hendinni, um leið og hann benti og bað sjer hljóðs með hinni. Utlendir biskupar og Hákon hinn gamli komu á hann festi og tjóðruðu hann. A Frakklandi var hundurinn Garmur í böndum frá fornöld, og Loðvík XIV. herti að honum enn meir, svo að hann gat ekki rótað sjer. En sá tími kom, að hann ókyrðist, gó mjög og rykkti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.