Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 69
i49 bankastjórninni hverja þá breytingu á hinutn veðsettu munum, sem rýrði verð þeirra, og gæti bankinn þá undireins annaðhvort heimtað hærra veð, eða að lánið væri borgað; og ef hvorugu væri sinnt, ætti bankanum að vera heimilt að láta selja veðið þá þegar. Er þá ólíklegt, að bankinn þyrfti að tapa nokkru fje, ef öllu yrði komið nokkurnveginn fljótt í kring. Ennfremur virðist ekkert geta verið því til fyrirstöðu, að bankinn, að sið stærri erlendra banka, lánaði efnuðum og áreiðanlegum kaupmönnum fje, án þess að heimta veð fyrir því (»blanco kredit«), því með því móti mundu þessir kaupmenn nota bankann mjög mikið, og með góðri stjórn og aðgæzlu mundi bankinn græða mikið fje á því, því ef bank- inn yrði lipur viðureignar, mundu þeir heldur snúa sjer til þess- arar innlendu stofnunar, en til umboðsmanna sinna í Kaupmanna- höfn, sjerstaklega ef bankinn gæti lánað gegn lægri vöxtum. Þegar kaupmenn hefðu selt vörur sínar á haustin, mundu þeir borga bankanum, það er þeir skulduðu honum, og gæti þá bank- inn leyft þeim að borga skuld sína til banka erlendis, sem svo verði þvi fje samkvæmt ráðstöfun landsbankans. Með þessu móti þyrftu engir vextir að tapast, en allt gengi þó sinn reglulega gang; póstávisanirnar mundu smátt og smátt hverfa að mestu, en í þeirra stað kæmu ávísanir frá landsbankanum; með öðrum orðum: bank- inn mundi verða ómissandi milliliður millum Islands og útlanda, og þá fyrst hefði bankinn náð sínu fulla takmarki og færi að verða til fullra nota fyrir almenning á Islandi. Ekki mundi heldur hjá því fara, að útlendingar færu að nota landsbankann, t. d., sem víxilbanka (»diskontobank«) og skuldaskiptabanka (»girobank«), og við það mundu störf bankans og álit aukast að mun. A núgildandi fjárlögum áætlar þingið að tollaupphæðin muni nema 350,000 krónum á ári að frádregnum öllum kostnaði, en að honum meðtöldum 357,000 kr. Samkvæmt reynslu undanfar- inna ára má gjöra ráð fyrir, að hjer um bil 264,000 kr. af þessu fje sjeu borgaðar erlendis með ávísunum. En eins og áður hefur verið sagt, tapar landsjóður vöxtum af þessu fje frá þeim tíma, er tollarnir fjellu í gjalddaga, og til þess tíma, er ávísanirnar eru borgaðar út, og verður sá tími opt langur sökum samgönguskorts. En það er ekki nóg með það, því síðan 1894 hefur landsjóður átt töluverða peninga inni hjá ríkissjóði, er hafa legið þar vaxtalausir. Þannig hefur ríkissjóður skuldað landsjóði næst undanfarin ár, sem hjer segir: 1894: 125,000 kr., 1895 : 282,000 kr. og 1896: 3 55,000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.