Eimreiðin - 01.01.1898, Side 2
2
um kröptum. Það, að vald ljóssins er horfið, en veldi myrkranna
orðið ríkjandi í þess stað. Það, að allar Skottur og allir Lallar
og allir Mórar, sem um margar aldir hafa verið átrúnaðargoð og
hálfgerðir fulltrúar þjóðar vorrar, eru nú komnir á kreik og farnir
að reika um fornar stöðvar, og máske að líta eptir, hvernig hinir
fulltrúarnir, sem þjóðin virðist ekki trúa á, leysi sín skylduverk
af hendi.
A daginn, þegar ljósið hefir veldissprotann, fæst enginn um
það, þó hann sje einsamall á ferli úti á viðavangi. A nóttunni
er fáum mikið um það gefið. En þrátt fyrir myrkur næturinnar
og allt hið geigvænlegá, sém því fyigir, (þá verðum vjer að játa,
að mörg nótt hefir svo yfir oss liðið, þegar hinn daglegi hávaði
og skarkali var þagnaður, og stjörnurnar skinu í allri sinni dýrð,
og ekki bærðist hár á höfði manns, að oss hefir fundizt heimur-
inn með allri sinni hræsni og öllum sínum freistingum vera fjær
oss enn áður, en vjer standa einu feti nær hinu tignarlega og
guðlega í tilverunni - - einu feti nær himninum.
En þessi síðasta nótt í septembermánuði var ekki þannig, að
húrt gæti vakið hjá manni nokkrar göfugar hugsanir. Að minnsta
kosti fannst ekki manninum það, sem kraup niður við stóra stein-
inn uppi í fjallshlíðinni. Hann rendi augunum flóttalega út i myrkr-
ið, eins og hann ætti óvina von úr öllum áttum; stóð siðan upp
og gekk skjögrandi nokkra faðma í þá áttina, sem alfaravegurinn
lá, sneri siðan aptur og settist niður hjá steininum.
»Jeg get það ekki,« hugsaði hann; »mjer er það ómögulegt.
Jeg er sjálfsagt jafn huglaus og jeg er illgjarn. Það er eins og ein-
hver hvísli því að mjer, að hann liggi þarna, og rísi aldrei á fætur
áf sjálfsdáðum. En hvað andlit hans sýndist hvítt og nábleikt,
þegar tunglið skein á það í götunni. Nú get jeg skilið, hvernig
Gyðingum hafi verið innanbrjósts, þegar þeir báðú fjöliin að hrynja
yfir sig og hálsana að hylja sig. Betur að jeg væri djúpt grafinn
undir stéini þessum og nafn mitt gleymt að eilífu. Jeg finn að
jeg er, eins og Kain, landflótta og flakkandi á jörðunni. Það er
allt i aðdáanlegu samræmi við líf ’mitt að undanförnu, og1 sýnir,
að fóstri minn hefir verið spakmáll, þegar hann sagði, að ekkert
gott væri í mjer, og skollinn mundi taka mig, því guð vildi ekki
eiga mig. Það er satt, sem meistari Jón segir, að heiptin er eitt
andskotans reiðarslag. Ef jeg hefði ekki orðið viti mínu fjær af
heiptinni, þá hefði jeg aldrei slegið hann. Og Sjálfsagt mundi