Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 6
6 guð með. Hann byrjaði aptur og aptur: »Guð - guð. Jesús — Jesús;« lengra kornst hann ekki og loks hætti han við það. »Jeg get það ekki,« sagði hann gremjulega. »Jeg hefi aldrei gert það áður, og nú er það um seinan að byrja á því.« Pí kom honum til hugar, að nokkrum dögurn áður hafði hann heyrt Maríu gömlu lesa upphátt í ritningunni. Hann hafði veitt því lítið athygli, sem hún las, en nú mundi hann glöggt, að hann hafði heyrt hana lesa þessa setningu: »Nú er sál min óróleg, og hvaö skal jeg segja? »Faðir! frelsa þú mig frá þessari stundu.« Honum fannst þessi orð eiga svo vel við ástand sitt, að hann hafði þau upp aptur. Svo fleygði hann sjer á grúfu nið.ur á klöpp- ina og bað hvað eftir annað: »Faðir, frelsa þú mig frá þessari siundu«. Og eptir því sem hann las þau optar, fannst honum hræðslan hverfa og storminn í sálu hans lægja, og áforrn hans að fyrirfara sjer verða veikara en áður. Hann lá svo hreyfingarlaus langa stund, hálflamaður af barátt- unni. Svo fór hann aptur að íhuga áform sitt. Hann hafði heyrt sagt, að það bæri vott um hreysti og hetjuskap að geta sjálfur ráðið sjer bana, en — var sú skoðun rjett? Eins og nú stóð á fyrir honum, fannst honurn alveg hið gagnstæða: að það væri fremur vottur um hugleysi og gunguskap, og það þyrfti langtum meiri kjark til að lifa, heldur en að deyja, sjerstaklega fyrir hann, sem hefði alla á móti sjer, og ætti sjer allsstaðar ills von. En var nú líka sú skoðun rjett? Hann vissi þó, að María garnla vildi honum vel. Og þó allir, sem þekktu hann, hefðu óbeit á hon- um, þá væri heimurinn nógu stór samt. Hví ekki að sýna sig sem hetju, bjóða heiminum byrginn og fara burt, þangað sem enginn þekkti hann? Nú færu hópar af fólki til Ameríku á hverju sumri. Hversvegna ætti hann ekki að fara líka? Hann hefði opt heyrt, að þangað færi aðeins hið lakasta af þjóðinni, og hann væri nú einmitt af því tæginu. Hvað var að vita nema hann gæti þar byrjað nýtt líf, og orðið heiðarlegur maður. Og þó það tækist nú ekki, þá væri Ameríka svo stór, að þar gæti hann dvalið og dul- izt öllum, sem hefðu þekkt hann og hatað áður. En svo væri verkið, sem hann hefði unnið kveldið áður. Hann ætti eptir að fá sín maklegu málagjöld fyrir það. »En hvers- vegna að hræðast slíkt,« hugsaði hann; »það er þó einhverntíma búið.« Hann var nú orðinn hetja. »Hvað sem eptir fer, þá skal jeg ekki .vera sá heigull að fyrirfara mjer; jeg á kannske ekki svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.