Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Page 7

Eimreiðin - 01.01.1898, Page 7
7 langt eptir samt. Drottinn, jeg þakka þjer, að þú frelsaðir tnig frá þessari stundu.« Hann stóð nú upp og gekk burt frá klöppinni. Aform hans að fyrirfara sjer var nú orðið að engu. Hið illa og góða, þessi tvö sterku höfuðöfl, sem hvíldarlaust heyja sitt eilífa stríð í náttúrunni, og hvergi með meiri ákafa en í manninum, höfðu háð orustu i sálu hans, og hið illa hafði beðið ósigur. Hann gekk nú áfram, unz hann kom á veginn. Þar lá maður og stundi þungan. Hann leit upp og hræðslusvip brá yfir andlit hans. »Pú ert líklega kom- inn til að ljúka við verkið, sem þú byrjaðir á i gærkveldi,« sagði hann með veikri rödd. »Einar,« svaraði hinn um leið og hann laut niður og tók hann upp í fang sjer. »Jeg hjelt að jeg mundi ekki sjá þig lif- andi aptur. Nú er jeg kominn til að flytja þig heim og biðja þig fyrirgefningar á því, hvernig jeg fór með þig.« II. • Hjer verðum vjer að nema staðar og biðja lesarann afsökunar á því, að hafa brotið reglur kurteisra manna með því, að segja honum ekki nafn nranns þess, er háði þetta stríð við sjálfan sig; en nú skal það gert. Hann hjet Arni og var Jónsson, tvítugur að aldri. Pegar á barnsaldri hafði hann misst báða foreldra sína, og af því hann átti enga ættingja, sem gátu eða vildu ala önn fyrir honum, urðu það forlög hans að fara á sveitina. Hreppsnefndin kom honurn fyrir hjá bóndanum í Dal, og þar ólst hann upp sem olbogabarn heimsins; hafði illt atlæti, og viðurværi og fatnað af skornum skammti, en varð að þræla eptir megni frá morgni til kvölds. Pað var ekki sparað að minna hann á, að hann væri niðursetn- ingur, sem ekki væri matvinnungur og mundi aldrei verða. Og einmitt af því, hve illu atlæti hann mætti, varð hann óviðráðan- legur og kargur, og því verri sem árin færðust yfir hann. Svo fór hann að laumast burt og ofan í kauptúnið, og þar komst hann í kunningsskap við stráka, sem voru eldri og spilltari en hann. Og þegar hann kom heim aptur, þá voru skammirnar vísar, og höggin líka, ef hægt var að ná til hans. Enginn aumkvaðist yfir hann, nje reyndi að laða hann að sjer. En með því maðurinn er fæddur með tilhneigingu til hins illa, og verður að verða íyrir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.