Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 12

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 12
12 Hann gekk til hennar og bað hana að dansa við sig einn dans — rjett einn dans. Hún neitaði. Hann gekk þegjandi burt og út, og svalaði sjer á vínflöskunni. Svo byrjaði dansinn. Hann kom inn og tók sjer sæti út í horni og horfði á dansfólkið. Og í gremju sinni drakk hann alltaf meira og meira, þangað til honum fannst salurinn með dansfólkinu hringsnúast og þokubaugar hringa sig um ljósin. Hann sá Onnu dansa einn dansinn eptir annan við Einar, og hatur hans á honum magnaðist svo, að honum fannst hann vel geta vitað hann dauðan. Það leið að danslokum. Arni hugsaði sjer, að hann skyldi dansa síðasta dansinn við Önnu, hvað sem það kostaði. Svo þeg- ar átti að byrja dansinn, gekk hann til hennar, þreif í handlegg hennar og sagði: »Anna, þú skall dansa við mig þennan síðasta dans, hvort sem þú vilt eða ekki.« »Slepptu mjer,« sagði hún og reyndi að snúa sig af hon- um. »Þú klípur mig í handlegginn. Arni, segi jeg, þú«--------------- Lengra komst hún ekki, því þá kom Einar að, og sagði um leið og hann þreif hana af honum og hratt honum fram á gólfið, svo hranalega að hann datt flatur: »Heldur þú, að nokkur heið- virð stúlka vilji dansa við þig, fyllisvínið þitt ?« Arni reis seint á fætur og sá, að allir hlógu að honum, og Anna hló líka, og það sveið honum mest. Hann slangraði eptir gólfinu og fór út, og gat varla stjórnað sjer fyrir hatri sínn til Einars. I einhverju hugsunarleysi ranglaði hann veginn út úr kauptúninu, áleiðis að Dal. Við og við slokaði hann drjúga teyga úr vínflöskunni, og blóðið fossaði hraðara og hraðara í æðum hans, og reiðin og vonzkan magnaðist meira og meira. Hann var kominn spölkorn norður með sjónum, þegar hann heyrði mannamál á eptir sjer. Hann nam staðar og hlustaði. Það var kallmaður og kvennmaður, sem töluðu, og á málrómnum þekkti hann, að það voru þau Einar og Anna. »Hann er að fylgja henni heim,« hugsaði hann.« »Látum hann leika sjer í þetta skipti, en hann skal ekki gera það optar.« Hann kraup á bak við stóran stein, meðan þau gengu fram- hjá. Svo slangraði hann i humáttina á eptir þeim, unz hann kom þangað, sem vegurinn lá gegnum stórgrýtisurð, sem komið hafði úr tindinum. »Hjer skal jeg sitja fyrir honum« hugsaði hann og settist niður.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.