Eimreiðin - 01.01.1898, Page 14
14
þeirra, nema tunglið, og það var jafn þögult og fjallstindurinn.
Hann leit aptur á Einar, og sýndist andlit hans fölvara en áður.
Svo þoldi hann ekki að standa yfir honum og hljóp af stað, áleiðis
til fjalls. Honum fannst einhver vera á hælum sjer, en hann
þorði ekki að líta við. Svo sýndist honum svört þúst vera þar
á svig við sig, og honum duttu í hug apturgöngur og forynjur.
Og 'át úr því fór hann að hugsa um, hvort hinn dáni — ef hann
væri dauður — mundi ganga aptur og fylgja sjer og ætt sinni í
niunda lið. —---------
Loks fleygði hann sjer niður við stein einn, og þar hittum
vjer hann í upphafi sögunnar.
III.
Finis coronat opus,«
Síðan eru liðin fjögur ár og hann er nú kominn til Ameríku.
»Jeg geri mjer enga von um, að þú fyrirgefir mjer,« hafði
hann sagt við Einar, þegar þeir skildu, »en jeg ætla að biðja þig
að hlífa mjer við því að komast undir mannahendur, þvi það
hefir þau einu áhrif á mig, að gera mig að illmenni fyrir fullt og
allt. Jeg ætla að fara burt — eitthvað út í heiminn, og þú mátt
eiga Önnu og njóta hennar vel og lengi mín vegna.«
Og Einar var þá svo mannlundaður, að hann varð við
bón hans.
Svo kom Árni sjer í norskt fiskiskip og fór utan um haustið,
og á áliðnum vetri komst hann til Ameríku. Enginn harmaði
brottför hans, nema gamla María. Þegar hún heyrði aðra hall-
mæla honum, þá hjelt hún ætíð fram þeirri skoðun, að það hefðu
þó verið góðar taugar í honum.
Hann hafði ekki sótt auð nje upphefð til Ameríku fremur
en flestir aðrir. Þó hafði honum yfirleitt liðið þar betur en á
Islandi. Hann gekk sæmilega til fara, og borgaði fæði sitt skil-
víslega, og það er meira en hægt er að segja um alla í Ameríku.
Hann var sparsamur og reglumaður, og síðan hina minnisstæðu
nótt hafði ekki víndropi komið inn fýrir varir hans. Hann átti
nú heima í Winnipeg, og hafði þar stöðuga vinnu við kolamokst-
ur hjá járnbrautartjelagi einu. Hann vissi, að Einar og Anna voru
gipt fyrir löngu, og líka kominn vestur til Winnipeg fyrir einu
ári siðan. Einhver hatði sagt honum, að Einar væri óreglumað-