Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 18

Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 18
K væði. I. Fossinn og brekkan. Sjá, hvítur beljar fossinn af stalli nið’r á stall Og straumbreiðan hellist með fall ofan á fall, En sóleyjabrekkan, hún gul og græn við hlær Svo glatt í skjóli bergsins, er kólgan neðan þvær. Hún liggur móti suðri, þar lognsæl eru vje, Og litfögur verður við sól og úða og hlje; Þau horfast á bæði, — í hrikaprýði hann, En hún er svo nettfríð og skartar bezt sem kann. Þau bæði eiga saman, er blasa hjer við sjón, Hún brekka og fossinn og nefnast mega hjón; Þau verka hjer saman, og vættinn álfdrós með Þú verða munt var við, þótt hvorugt fáir sjeð. Það hvíslar i blænum, það blóm og unnir tjá, Þá blíðast hlær sumar, sem degi þessum. á, Frá henni hjerna i brekku og honum þarna í foss: »Ö heill kom þú hingað og dvel um stund með oss.« Og sól skín á fossinn með sjöfalt litadrag, Þá syngur hann glaðast sitt aldna mansöngs lag, Og sól skín á brekku þá breiðist straumnum mót Hinn blómriki faðmur með ljúfust ástarhót. II. Sól og skuggar. Sólskin þarna um svæðin hlíða Sjest i þýðri veðurhægð; Minnir þessi myndin blíða Mig á lífsins gleðinægð. En um svæðin sólskinshlíða Snöggt við ljettra skýja reik Skuggamyndir margar liða, - Minna á heimsins svipulleik.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.