Eimreiðin - 01.01.1898, Side 19
i9
Lífsins sólskin, skuggaskriðið
Skoðað, reynt og þekkt nienn fá;
Eg hef glaðzt og líka liðið,
Lán og raunir skiptust á.
Ef að mjer var þungt í þeli,
Þessa stund það frá mjer veik;
Sól og ský á himinhveli
Hættið ei þeim fagra leik!
III. Stráin, sem stinga.
Stráin flest er stinga þig,
Styndu ei nje gráttu,
Vekja þig, en vinna ei sli:
Vinur kær! þau láttu.
Eins og spora allþarflig
Ætla víst þau mátttu,
Til að knýja á keppnis stig
Krapta þá, sem áttu.
Stgr. Th
Framfærsla og sveitastjórn
á þjóðveldistimanum.
Fátt er það, sem rneir þjakar islenzkum búendum, en sveitarþyngslin.
Eau eru sú landplága, sem einna mest stendur þjóð vorri fyrir þrifum.
Samkvæmt skýrslum urn manntal á Islandi 1890 var rúmlega hver þri-
tugasti maður á öllu landinu sveitlægur þurfalingur (EIMR. III, 2), og
mun leitun á öðru eins ástandi hjá nokkurri þjóð. Það virðist liggja i
augum uppi, að þetta hljóti að nokkru leyti að vera fátækralöggjöf vorri
að kenna, en hitt mun aptur fáum jafnljóst, hverjir þeir aðalgallar eru
á henni, sem mest þörf er á að kippa í liðinn. Á alþingi hafa komið
fram frumvörp um endurskoðun á ýmsum atriðum í henni, en rnenn
hafa þar ekki getað orðið á eitt mál sáttir. Allir játa, að miklir gallar
sjeu á henni, en hitt greinir menn á um, hvernig eigi að ráða bót á
þeim. Er þetta mjög eðlilegt, þar sem málið er eitthvert hið mesta
vandamál, sem komið getur til þingsins kasta. En þvi meiri er þörfin
á því, að þetta mál sje athugað frá sem flestum hliðum í ritum og
ræðum, enda hefur nú margt verið um það ritað í blöðum vorum á
seinni árum. Bezti vegurinn til þess að opna augu vor bæði fyrir göll-
unum og i hverju umbæturnar helzt ættu að vera fólgnar, er sá, að
bera fátækralöggjöf vora sumpart saman við fátækralöggjöf annara landa,
þar sem ástandið i þessu efni er betra, og sumpart saman við vora eigin
2*