Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 21

Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 21
21 ekki unnið fyrir sjer. Slíkir ómagar skiptust aptur i tvo höfuðflokka: erfðaómaga og þjóðfjelagsómaga. 1. Erfðaómagar kölluðust þeir, er nánasti ættingi átti fram að færa, eða sá, er næstur mundi hafa staðið til erfða eptir ómagann, ef hann hefði dáið. Ef erfinginn sjálfur var svo fátækur, að hann hafði ekki annað fyrir eríðaómaga sinn að leggja en handbjörg sína eða vinnu, kallaðist þurfalingurinn kandmegins-ómagi hans. 2. fgjóðfjelagsómagar greindust í þessa undirflokka: a. Hreppsómagar kölluðust þeir, er hreppurinn átti frarn að færa. Stæði svo á, að framfærsluskyldan hvildi á fleirum en einum hrepp, kölluðust þeir skiptingarómagar. b fnngsbmagar vóru þeir, er ein þingsókn eða þinghá átti fram að færa. c. Fjórðungsómagar kölluðust þeir, er heill landsfjórðungur átti fram að færa. d. Landsómagar þeir, er allt landið átti að ala. e. Sektarómagar kölluðust þeir, sem verið höfðu erfðaómagar manna, er dæmdir höfðu verið fjörbaugsmenn eða skógarmenn. Sektarómagar vóru ýmist þingsómagar eða fjórðungsómagar, eptir því hvort frændur þeirra höfðu verið dæmdir á vorþingi eða á alþingi. II. J>urfamenn nefndust fátækir búendur eða húsfeður, er ekki vóru sjálfir ómagar, en gátu þó eigi af eigin rammleik staðið straum af hyski sínu, og urðu þvi að þiggja nokkurn sveitarstyrk af hálfu hinna betur megandi hreppsbúa. Skipting framfærsluskyldunnar. i. Framfærsluskyldan hvildi fyrst og fremst á nánasta erfingja ómagans; gæti hann ekki annast framfærsluna, hvildi skyldan á þeim, sem þá stóð næstur til erfða, o. s. frv. svo langt sem ættartakmarkið náði. Þegar hinn nánasti erfingi er frá skilinn, vóru þó frændur ómagans ekki skyldir að taka hann að sjer, nema þeir ættu nóg fynr sig að leggja, hinir náskyldari i 2 ár og hinir fjarskyldari i 3 eða 4 ár o. s. frv. Þeir vóru og því að eins skyldir að ala hann, að þeir gætu alið hann á fje sinu. Aptur var hinn nánasti erfingi ómagans ekki að eins skyldur að taka hann að sjer, þegar hann átti tveggja missira björg, heldur einnig, .þó hann ætti ekki svo mikið eða ætti alls ekkert; hann var þá skyldur til að vinna fyrir honum, eða láta nokkuð af því, sem hann fjekk fyrir vinnu sína (handmegin, verk), ganga sem meðgjöf til þess ættingja, er næstur honum var skyldur til framfærslu og í hans stað tók ómagann að sjer. Sömu skyldu höfðu og systkini ómagans, þótt þau stæðu ekki næst til arfs eptir hann. Enn harðar var gengið að börnum með að ala önn fyrir foreldrum sínum. Þegar þau áttu ekki nóg fyrir þau að leggja, þá urðu þau að vinna

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.